Gefn - 01.01.1871, Síða 15
15
fann hið sama sem vér allir fínnum. Baráttan fyrir verzl-
unarfrelsinu var háð í þeim tilgángi, að opna landið öllum
þjóðum; vér þóktumst þá hafa himin höndum tekið og
héldum að þá mundu framfarirnar og menntanin ekki láta
bíða eptir sér. En allir vita hvað lítið hefir orðið úr öllu
þessu, enda hefir alþíng ekkert hjálpað okkur til að nota
verzlunarfrelsið. »þarna hafið þið nú verzlunarfrelsið«, segir
alþíng, »notið þið það nú« — en svo hefir það ekkert gert
meir. þíngmennirnir lialda að það þurfi ekki annað en þeir
sitji og rausi á þínginu, svo komi allt af sjálfu sér. — En
með verzlunarfrelsinu fylgir meðal annars það, að útlendum
mönnum ætti að fjölga í landinu, og við þessu hefir alþíngið
spornað eptir megni. Vér segjum heldur ekki að það sé
rángt, en það sýnir hvernig þetta »frelsi« er. Menn f'inna,
að á einn bóginn er það fámenni vort og einstæðíngsskapur,
sem viðheldur þjóðerni voru og þar með voru sanna frelsi;
og á hinn bóginn að með voru fámenni og einstæðíngsskap
getum vér ekkert afrekað sem geti komið okkur í tölu fremri
manna. j>að er með öðrum orðum: til þess að komast í
meiri þjóða tölu, eins og alþíngið vill, verðum vér að missa
þjóðerni vort. En eg vil lángtum heldur vera eins fátækur
og eg er og hafa mína kosti og mína bresti, heldur en verða
stórauðugur, efþarmeð á endilega að fylgja missir ásjálfum
mér og auragirnd, sem spillir öllum mínum andlega unaði.
Jjetta hefir alþíngið optar en einusinni fundið, og þess
vegna hefir það gefið þau atkvæði, sem standa beinlíuis í
stríði við allt frelsi og verzlunarfrelsi. þegar stjórnin lét
þíngið kveða upp álit sitt um ósk Prakka, að mega hafa
fiskimanna aðsetur á Dýrafirði, þá neitaði þíngið því: það
vildi ekki hafa útlenda menn inn í landið; þegar nú í hitt
eð fyrra að Loch vildi leigja Krísuvíkur námana, þá komu
sörnu ástæður fram á þínginu, nefnilega að menn vissi ekki
hvaða skríll þar með kæmi inn í landið; orsökin er sú, að
alþíngið fann — og fann rétt — að með þessu móti mundi
þjóð vor blandast og spillast, og hér af leiðum vér það, að