Gefn - 01.01.1871, Side 20
20
verða danskir, því þeir læra móðurmálið; og vér þekkjum
ekkert dæmi, þar sem ættardreyrinu hefir endurnýjast —
ekki einúngis svo hart og tijótt, heldur einnig svo öfluglega
og vel, eins og hér er tilfellið, því þetta er í fyrsta sinn
síðan alþíng var stofnað, að vér geturn með sanni sagt að
á konúngsfulltrúasætinu hafi setið maður með íslendskum
hug. Oss liefír furðað á því hversu lángt og mikið konúngs-
fulltrúinn hefir talað, á því máli sem Dönum verður svo
tornæmt að það er álitið sem óyfirstígaulegt, og sem flestum
þeirra áu efa þykir hart og ljótt, sem fáir fást til að stunda,
og enn færri til að unna — allt þetta hefír konúngsfulltrúinn
yfirunnið, og það svo örugglega, að ræður hans bera af
öllu öðru í þíugtíðindunum. Bn það gilti einu, það kom
allt saman fyrir ekki; þíngið sat við sinn keip og tók engri
sannfæríngu, sem ekki var vou, eptir því ófrelsi sem það
var í; og þetta fann konúngsfulltrúinn líka glöggt og sagði
það með berum orðum, að þíngið vildi ekki skilja; og herra
Pétur sagði fullkomlega og vel, að þor og þrek hefði sína
afvegi til beggja handa: öðrumegin hugleysi og ragmennsku,
en hinumegin þrjótsku og þrályndi. J>að er ómögulegt að
misskilja orð biskupsins.
Vér eigum þá hér við þau tvö aðalmál lands vors,
sem híngað til hafa svo lengi verið þrætu-efni, nefnilega
skuldakröfurnar við Dani og stöðu Islauds. J>ó þetta sé nú
útkljáð á ríkisþínginu í vetur, þá er ekki vanþörf á að tala
um það samt, því vel getur verið að meun haldi fast við
þær meiníngar sem búið er að berja inn í þá alla þeirra æfi
án þess nokkur hafi eiginlega komið fram með aðra skoðan;
og eins og Krieger ráðgjafi lét í ljósi þá hugsun, að lög-
unum mundi varla verða vel tekið á Islandi — alþíngið kom
því svo fyrir og bjó svo í haginn fyrir okkur að það varð
að neyða þeim upp á okkur á móti atkvæði þíngsins — eins
er ekki ólíklegt, að mörgum muni finnast sem stjórnin nú
hafi sýnt okkur mikinn ójöfnuð. J>etta er náttúrlegt, en