Gefn - 01.01.1871, Page 25
25
lieimtum vér ekki bætur fyrir Tyrkjaránin? þar stendur
hnífurinn í kúnni. Skyldu Danir ekki líka eiga að gjalda
fyrir þau, fyrst þeir ekki vöröu eignir vorar betur en þetta?
Eða á stjórnin þá ekki líka að krefja hundtyrkjann fyrir
þessar gömlu og mygluðu syndir við forfeður vora? — J>ví
beinast þá ekki Evrópu-þjóðir að Dönum fyrir víkínga-ránin
á enum fyrri öldum, þegar þeir ræntu allar strendur Norð-
urálfunnar og brendu og brælduhvar sem þeirkomu? [>etta
sama má segja um alla, og allt jafn históriskt og jarða-
salan á Islandi. [>aö vita allir að í enska parlamentinu var
lengi, um mörg ár, farið fram á að England bætti Dönum
þann skaða og órétt sem þeir urðu fyrir af Engla hendi
1807, þegar þeir brendu Kaupmannahöfn og tóku herflota
Dana án allrar réttvísi og sanngirni; og allir vita hvað
mikinn ávöxt þær bænir hafa borið. Kann ske einhveiT sletti
því í oss sem fyrir skömmu hefir staðið í blöðunum (þó
það samt líklega sé ósatt), að Bismark ætli nú að láta
Frakka bæta upp allan þann skaða sem þeir hafa gert J>jóð-
verjum að undanförnu; en vér svörum því, að ef skuldir
eiga að krefjast á þann hátt, þá köllum vér það kollvarpan
mannlegs félags. — [>vert ofan í allar kröfur og reiknínga
alþíngis og allar þessar kenníngar hefir öllum þjóðum komið
þegjandi saman um, að slíkar kröfur væri öldúngis réttlausar;
því með því að hræra þannig upp í fornöldunum og laungu
umliðnum tímum, þá yrði eptirkomendunum lögð ókljúfandi
byrði á herðar fyrir forfeðranna yfirsjónir, sem þeir hvorki
geta né eru skyldir að gjalda fyrir. petta einfalda svar er
fullnæg og öllum skiljanleg sönnun fyrir því, að með því
að halda þessari skuldakröfu fram, þá hefir alþíngið gert
allt sitt til að velta okkur inn í óvild og vandræði, og vér
megum verða fegnir að þessu er nú loksins ráðið til lykta,
þó það sé ekki þínginu að þakka.
En menn láta sér nú ekki nægja með þetta. Menn
hafa þó í þessu efni, sem vér nú áttum við, nefnilega þeirri
eilífu stólsgóssa-stroku, tiltekið eða þókst geta tiltekið vissa