Gefn - 01.01.1871, Side 26

Gefn - 01.01.1871, Side 26
26 upphæð; en svo hafa menn og "nefnt aðrar kröfur, sem engin mannleg vitska er fær um að átta sig í, nema menn hlaupi eins yfir allt á hundavaði eins og píngið gerir1). Menn hafa nefnilega talað um að heimta bætur fyrir pann skaða sem vér höfum haft á verzlunar-einokuninni, og endurgjald fyrir pann ábata sem Danir hafa haft af því að margir peirra hafa atvinnu á Islandi eða við íslendska hluti. En hér á móti gætu Danir komið með það sem enginn getur vefengt, af því það er sögulegt atriði, nefnilega það, að það var einmitt verzlunar-einokuninni að þakka, að vér héldum þjóðerni voru óskertu — vér segjum þetta ekki til þess að hrósa Dönum eða fremur tímanum sem þá var, heldur af ') Ef nokkrum skyldi þykja þetta ofliarttil orða tekið, þáskulum vér vísa til allra þíngtíðindanna i einu, því þau eru svo úr garði gerð að þau þola enga Kritik. Sem einstakt dæmi getum vér tilgreint það óumræðilega liundavaðsbull framsögumannsins á kls. 572, þarsem hann eys persónulegum skömmum yfirallaþá sem þorðu að segja eittkvað um nefndarálitið sem honum ekki líkaði; einnig getum vér nefnt, að á bls. 741 talar konúngs- fulltrúinn öldúngis skýlaust og með sterkum orðum um ótak- markaðan einvaldskonúng; en bæði framsögumaðurinn (bls. 745) og að nokkru leyti forsetinn (kls. 749) berja það klákalt ofan í hann að liann liafi talað um takmarkaðan (constitu- tionalem) einvaldskonúng — eins ogvið kunnum ekki að lesa, sem höfum alþíngistíðindin? á hls. 607 segir einn þíngmaður að Island se sett jafnfætis Jótlandi og Borgundarliólmi, en sá sem þetta ávið, sagði einmitt (hls. 565) að Island yrði ekki sett jafnfætis heröðum í Danmörku; og að stjórnin aldreihefir gert það, það bera írumvörpin með sér, og allir vita að ekkert lierað hefir sérstakleg málefni nema sveitastjórn, og engin sérstakleg landsréttindi, og ekkert sérstaklegt þíng. pað er eins og enginn sannleikur gildi fyrir þessum mönnum, eða þá þeir heyra og skilja allt vitlaust. Yér viljum ekki nefna hversu opt þíngmennirnir eru rángnefndir og einn látinn segja það sem annar kefir sagt; en þeir sem hafa annast útgáfu bókar þessarar, hafa heldur ekki haft vilja né lyst á að leiðrétta þetta, eða þá — hvað líklegast mun vera — þeir hafa ekki nennt því. En þeir hafa víst nennt að gefa reikníng fyrir um- sjónina með þessu pólitiska verki.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.