Gefn - 01.01.1871, Page 30
30
þeir í Björgvin, þar sem Jón Ólafsson situr og lýgur þá
fulla eptir fióttann frá Islandi.
fiegar Islendíngar sjálfir geta haft slíkar hugmyndir um
sitt eigið land og eðli, er þá nokkur furða, þó Danir villtust,
sem eru í þrjúhundruð mílna fjarlægð og ekkert höfðu að
styðjast við nema tómar sjómannasögur og kaupmannalygar?
fað er sú grundvallarregla, sem vér aldrei megum gleyma,
að af þessum ókunnugleika, en ekki af illvilja, eru sprottnar
allar liinar mörgu skökku hugmyndir um okkur, sem ásamt
okkar eigin dáðleysi hafa ollað svo mörgu illu. Menn
vita hversu torvelt er að geta litið réttum augum á hlutina
— eitt fagurt málverk getur verið eins og lokað sjónum
vorum, þó það blasi við oss með skærum og fögrum litum;
það er eins og einhver fyrirmunuu sé, eins og einhver blæja
eða glvja á milli þess og oss, svo vér sjáum ekki fegurðina
fyrr en þeir hafa lokið upp á okkur augunum, sem vit hafa
á. Hveruig voru ekki öll íslendsk fornrit dæmd og skoðuð
í Danmörku fram eptir öllu? þó aldrei nema Njála væri
kölluð »den berömmelige Historie« í leyfisbréfi Kristjáns
sjöunda, og þrátt fyrir atorku Árna Magnússonar, sem Hol-
berg sjálfur hæddist að; þrátt fyrir iðni j>ormóðar Torfa-
sonar, sem Holberg hrósaði; — allt þángað til Oehlen-
schlæger, Rask og Rafn luku upp dyrum fornaldarinnar: þá
fyrst fengust menn til að gánga inn. Og hvernig skoðuðu
konúnglegu höfuðsmennirnir Island? pessir aðalsmenn og
maktarhöfðíngjar, sem höfðu vanist dýrðlegum höllum og
dásamlegum sölum, þar sem saungur og hljóðfæri hófu sál-
irnar á englahöndum og spegilfagur marmari margfaldaði
ljósin þúsundum saman: hvernig gátu þeir, þegar vér um leið
tökum tillit til tímans sem þá var og þeirrar fyrirlitníngar
og ókunnugleika sem Island var þá í, ekki einúngis í Danmörku,
heldur út um allt — hvernig gátu þeir litið réttu auga á
Island? eða hvernig gat nokkurr við því búist að þeir fengi
sjón á að þar væri annað en öræfi og »Skrælíngjar« ? þar
sem ókunn túnga hljómaði ávallt fyrir þeim, í þeirra eyrum hörð