Gefn - 01.01.1871, Side 34

Gefn - 01.01.1871, Side 34
34 þeim, svo slík eign er í rauninni alveg hugmyndarleg. Obygt land, eöa bygt af villiþjóðum, geta menntaðar þjóðir kastað eign sinni á og átt alveg verulega og líkamlega; en öðru máli er að gegna þar sem í rauninni ekkert annað en fá- mennið gerir mismuninn, og einkum ef þetta fámenni rekur ætt sína og sögu allt annað eu allt ríkið. Innbúarnir í meginhluta ríkisins geta raunar sagt, að þeir »eigi« það hið fjarlæga landið, en sú eign er í rauninni hugmyndarieg; þeir eiga ekkert með að fara þángað og fara með landið eptir vild sinni. En má ekki segja hið sama um hverja aðra eign? og er nokkur eign eiginlega öðruvísi en hug- myndarleg? Hvað sem um það er, þá getum vér ekki séð betur en svo, að fósturjörðin sé eiginleg og eðlileg eign allra hennar sona, og hún er þeirra móðir, og það fundu fornmenn, er þeir kölluðu það að devja »að falla í móður- ætt« (Njála kap. 45) — þó vér ekki getum sagt að nein kröptug eða eiginleg föðurlandsást komi fram í fornsögum voium, að vér nú ekki nefnum Guðrúnu Ósvífursdóttur, sem sagði hreint út, að hún ynni ekki Islandi (Laxdæla kap. 40). Verulega eiga Íslendíngar sjálfir sitt land, því svo er um hverja fósturjörð; og því köllum vér það líka »vort land« — er þar fyrir mega þeir ekki fara með landið eptir sinni eigin vild. Sá sem á hús eða skip og annars er í borgaralegu félagi (— því hann getur verið þar sem ekki er um neitt borgaralegt félag að tala, t. a. m. í Ameríku eða Ástralíu í óbygðum þar sem verið er að nema lönd —) hefir engan rétt til að brenna eða eyðileggja húsið eða skipið, því þá er hann hegníngu laganna undir orpinn (nema stríð sé eða einhverjar sérlegar orsakir). Yér eigum engan rétt til að bjóða hverri þjóð land vort sem hafa vill; og þó oss væri ögrað með því hérna um árið að Danir mundi selja Island, þá í fyrsta lagi kom sú ögran ekki frá stjórninni, og í öðru lagi lýsir hún skrælíngjaskap sjálfra þeirra sem finna uppá öðru eins. Að Island sé land þeirra sem þar eru fæddirog þar eiga heima er þess vegna auðsætt, og þó

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.