Gefn - 01.01.1871, Síða 38
38
þjóð án þess. Maður er maður þó maður sé ekki konúngur
eða aðalsmaður. Til þess að vera þjóð, útheimtist sérstak-
legt þjóðerni, og það höfum vér; en til þess að vera ríki,
útheimtist auður og fjölmenni,1) og það höfum vér ekki.
pessvegna er eiginlega ekki um nein þjóðarréttindi að tala
í öðrum eins ríkjum og Norður-Ameríku, eða Belgíu, eða
Sveiss, þar sem mörg þjóðerni eru undir einni og sömu
stjórn, heldur einúngis um pólitisk réttindi eða sem ríkis-
borgarar; það er að skilja: þjóðarleg réttindi og (ríkis)borg-
araleg réttindi eru sitt hvað — allir vita að í Rússlandi og
Austurríki gengur á sífeldum rifrildum á milli slavisku og
þjóðversku þjóðanna, því báðar hlýða drottnum þessara ríkja;
en þeir menn, sem heyra til enu sama þjóðfélagi, halda
saman eins og náttúrlegt er, og vilja gera félag sitt að sem
lögulegastri og tryggastri heild; en að sameina þar við
ríkisveldi, það er óinögulegt og á ekkert við nema þjóðin
sé svo mannmörg og auðug að hún geti það, eins og til
að mynda Úngarar; eu það á ekkert við að líkja okkur
saman við þá: hin svo nefndu krúnulönd Austurríkis eru
öll að stærð 11,306 ferhyrníngsmílur með 35 millíónum
innbúa, og þar af eru fimtán inillíónir Úngarar; en allir
Íslendíngar eru ekki nema fjórði hluti Kaupmanuahafnar
einnar.
Hvað þjóðerni Íslendínga áhrærir, þá vita allir að það
er fastlega afmarkað og engum efa undir orpið. J>etta hafa
Danir sjálfir og stjórnin einlægt viðurkennt í raun og veru;
en þó einhverr vilji láta oss heita »danska«, þá er það
pólitiskt, en ekki þjóðarlegt orðatiltæki. f>að pólitiska er
stofnsett af mönnum og er forgengilegt, en það þjóðlega er
skapað af náttúrunni og er eilíft. f>ó vér séum hér málaðir
saman við danska þjóðbúnínga og þó staðamyndir á Islandi
*) Á takmarkan þessarar hugmyndar munum vér drepa undir 4ða
tölulið.