Gefn - 01.01.1871, Side 45

Gefn - 01.01.1871, Side 45
45 fornöldimii enga eiginlega tilfinníngu fyrir jijóðerninu; og öldúngis eins stóð á hjá oss og allstaðar á Norðurlöudum fram eptir öllu. Með því vér erum hér að tala urn »Personal-Union«, þá á við að minnast á þær ákúrur, sem einn þingmanna gaf Dönum fyrir »meðferð« þeirra á Slésvík. ]>að var lítill vandi að gefa Dönum þessa skútu á alþíngi, og lúaíegt; það er lítill vandi að skamma raenn út þegar maður er þar sem enginn nær í mann. En þessi úthúðan, sem þíngmaðurinn gaf Dönum þar, átti ekkert við, því það stóð allt öðruvísi á með Slésvík og Island. Holsetagreifarnir voru búnir að sýna Dönum nóg til þess að þeir (Danir) gerði allt til að innlima Slésvík; og þó þjóðerni Slésvíkur hafi blandast og öll hlut- föll þar með flækst og óhreinkast, þá sýnir allt málið og öll sagan, að það hefir skeð af óaðgætslu enna fyrri stjóru- enda. Sem Islendíngur og sonur sögunnar lands hefði þíng- maðurinn átt að vita, að Slésvík er alltaf beinlínis talin sem danskt land: öll hálfeyjan frá Ægisdyrum er kölluð Jótland, og þess vegna kalla Danir Slésvík einnig »Suður- Jótland«; við Ægisdvr var hlaðið Danavirki á móti J>jóð- verjum og eldgömul vísa segir, að »Eidora imperium term- inat Teutonicum«. Vér skulum hér einúngis nefna landa- lýsínguna í Gaungu-Hrólfs sögu (í Fornaldar sögum 3ja bindi bls. 360—361), þar stendur: »Danmörk er mjök sundrlaus, ok er þar Jótland mestr hluti ríkis ... í Jótlandi eru margir höfuðstaðir; syðst í Heiðabæ« (sem enn heitir »Hadeby« og »Haddeby« og er sama sem Slésvíkurbær) ... »annar í Eípum, þriðji í Árósi, ijórði í Vebjörgum« ... »milli Jót- lands og Skáneyjar liggja mörg stór eylönd, þar er Sámsey, Álsey, Láland, Lángaland« ... á öllu þessu sést að Jótland náði suður að Ægisdyrum, og var alveg danskt land, og þar var lalað sama mál sem annarstaðar í Danmörku. En á bak við Slésvík er allt j'jóðveijaland, sem reynir til að gera Slésvík þýska; en Island er bæði sægirt og laust við aðrar þjóðir, og þar hafa aldrei orðið líkir stjórnarvið-

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.