Gefn - 01.01.1871, Page 53

Gefn - 01.01.1871, Page 53
53 Svífðu nú á svanahvítum skýjum sólarbjört frá dimmum jarðar stig, sæl og búin brúðarfötum nýjum, beiskt er samt að verða að missa þig! |>að er sagt, að þúngt sé ei að deyja, þó að flestum virðist dauðinn sár - hitt er víst, að þýngra er að þreyja, þýngst að fella sífelt harma-tár. Johanna Eiríksdóttir Kúld. dáin 19. Mai 1869. Ey veit eg standa iðja-gi-æna uudir heimsskauti í höfum norður, þars um miðnætti marar öldur svipi sveipa í segulljósum. Láta þar laungum lagar bárur fimlega framið forna leiki, og alhvítan Ægir breiðir silfurdúk fyrir sólar herra. J>ar stóð á eyju í ástar-friði bjartleitt blóm búið yndi; sýndist meyja fyrir manna sjónum, en daglilja fyrir drottins augum. Faðir og móðir mjúkum höndum henni hjúkruðu og hjarta prýddu, bölvi bægðu og birtu létu skæra skína á skamman blóma.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.