Gefn - 01.01.1871, Page 55

Gefn - 01.01.1871, Page 55
55 Garðars ey, þú geymir dáinn blóma, geisli hann á þig urn alla tíð! Yfir þínum tindum lít eg ljóma ljóssins mey, sem var svo góð og blíð. * * * Valborg Elísabet Sveinbjörnsdóttir Egilsson. (gipt þorvaldi presti Stefánssyni þorvaldssonar Böðvarssonar) dáin 9. August 1870. Mer að eyrum snjótitlíngur saung, svifinu lángt um hafsins kalda geima. »Jeg er þreyttur, leiðin er svo laUng, líður vetur yfir jörðu heima — blása hart af bláum marar straum beiskir vindar yfir tún og heiði; og í dauðans værum vonar-draum Vala sefur dáin undir leiði.« Allt fer burtu, eintóm sorg og böl! Allt fer burtu, sama og gamla veginn! Eintóm sút, og eintóm dauðans kvöl! Allur lífsins kraptur niður sleginn! Ó hvað hjálpar þetta harða strið? Hjartað viknar ei í nornum köldum! Ekkert ljós í lángri feigðar tíð lýsir undir heimsins skuggatjöldum!

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.