Gefn - 01.01.1871, Side 58
58
bygðin tekur. |>á er svo að orði komið þegar óbygð tekur
til: síðan þá eru jöklar, fjalla-auðnir, hafsbotnar, öræfi, allt
austur til Gandvíkur. þáttur nokkurr er skrifaður af þeim
manni er Hallur hét; hann var kallaður Hallur geit. Honum
einum lukkaðist það að komast landveg á fæti yfir fjöll og
jökla og öll öræfi og fyrir alla hafsbotna, til Gandvíkur og
svo í Noreg. Hann leiddi með sér geit eina og fæddist
við mjólk hennar; hitti hann optast þá dali og mjó sund,
jökla á millum, að geit hans mætti fæðast annað hvort
við gras eður skóg«; og í Rímbeglu standa þessi orð: »þ>etta
vilja sumir svo skilja að hann kalli land liggja undir leið-
arstjörnu og banni þær strandir að saman komi sjávar
hríngur; við það »accorda« (koma lieim) vissar fornsögur þær,
er það sanna, að fæti megi fara, eður hafi farið verið, af
Grænlandi til Noregs«. þessi ímyndan um samanhengi
landanna fyrir norðan kemur heim við hugmynd Ptolemeus
um suðurheims löndin, því hann hélt að Indíahaf væri lok-
aður sjór, og næði meginland þar fyrir sunnan frá Sínlandi
til Afríku. Hvað Gandvík snertir, þá held eg það sé ekki
»hvíta hafið«, heldur vík nyrðst á Noregi (þar eru nú tveir
smáfirðir kallaðir »Gamvik«, sem auðsjáanlega er til orðið
úr »Ganvík« = Gandvík; gan og gandr eru finnsk orð, um
galdra); hvergi í sögum ei þess getið að áin Vína falli í
Gandvík, og hvað menn voru óvissir í öllu þessu, sést á því
að í riti því er heitir »fundinn Noregr« er Gandvík látin
vera sama sem Helsíngjabotn. í Hervarar sögu er afstaðan
rétt, að því leyti vér trúum að Gandvík hafi verið nyrðst á
Pinnmörk; en hvað tröllin snertir, sem átt hafi að búa á
þessum norðurlöndum, þá voru það menn, en engar ímynd-
aðar verur: það voru Skrælíngjar (Eskimóar) í Ameríkulönd-
unum, en Pinnar í Noregi. Að það hafi verið Skrælíngjar,
sést glögglega á því, að Björn á Skarðsá skrifar um Björn
Jórsalafara, »að hann hjálpaði tveimur tröllum, úngum syst-
kynum, úr flæðiskeri, þau er honum sóru trúnaðar eiða, og
skorti hann eigi afia þaðan af, því þau dugðu tii alls veiði-