Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 59
59
skapar, hvað hann hafa vildi eða þurfti. pað þókti skess-
unni sér mest veitt, þá er húsfrúin Solveig lofaði henni að
hampa og leika sér að sveinbarni því er húsfrúin hafði þá
nýalið. Hún vildi og hafa fald eptir húsfrúnni, en skautaði
sér með hvalsgörnum. J>au drápu sig sjálf og fleygðu sér
í sjó af björgum eptir skipinu, er þeir fengu ei að sigla með
bóndanum Birni, sínum elskaða húsbónda, til Islands.« Að
tröll hafi verið menn, sést og meðal annars á sögu Ólafs
Tryggvasonar, þar sem optar en einusinni kemur fyrir að
menn Ólafs konúngs þóktust sjá tröll—þeir sjálfir vora eigin-
legir Norðmenn og menntaðir menn, að kallað var í þá daga,
en »tröllin« voru Pinnar, sem urðu að víkja og tíýja alltaf
lengra og lengra norður á við fyrir menntuninni, öldúngis
eins og allar villiþjóðir nú á dögum eyðast og flýja fyrir
menntun vorra tíma, því þær þola hana ekki og geta ekki
tekið á móti henni. Hér með er samt öldúngis ekki sagt,
að tröll og jötnar ekki líka hafi verið til í ímyndan manna;
þvert á móti var þessi trú ein af undirstöðum Ásatrúarinnar,
því eptir henni var allur heimurinn kominn af jötnum og
tröllkendur; en það voru allt önnur tröll.
Menn skyldu halda að Islendíngum, sem byggja svo
norðarlega, ekki muni vera nýnæmi á að heyra hvernig þessum
löndum sé varið, því þeir hafi nóg af ísunum og jöklunum
sjálfir. En þetta er öldúngis raung hugmynd. Island reiknast
fyrst og fremst ekki með norðurheimskautslöndunum, því
það liggur sunnar; og í öðru lagi má varlareikna það með
enum köldustu löndum, því það er sægirt hvervetna og
flytja hafstraumarnir þángað varma. frá suðlægari álfum, svo
þar er miklu varmara en víða annarstaðar á meginlandi
Ameríku, eða Asíu, þó miklu sunnar sé; í Rússlandi er og
miklu meiri vetrarharka en á Islandi.
Lærður maður nokkur í Ameríku, Gould að nafni, fer
þessum orðum um það, hversu áríðandi sé rannsóknir við
norðurheimskautið: »J>aö sem á ríður að rannsaka þar, er
ekki eiuúngis deilíng lands og sjávar, jöklar og íslaust haf