Gefn - 01.01.1871, Side 62

Gefn - 01.01.1871, Side 62
62 því sem áður var, því hvalveiðamenn fylgja ávallt eptir þeim sem landanna leita eða kanna höíin, og drepa niður allt sem verður; þaraðauki úir og grúir sjórinn af fiski, kröbb- um, kúfúngum og ótal sækvikindum, sem felast í þángi og þara. Lönd þessi eni heldur ekki með öllu mannlaus. J>ar byggja einnig skynsamar verur, þó náttúran deili þeim sinn auð með sparsamri hendi. Kngu að síður þrífast þessir menn hvergi nema þar; hvorki Skrælíngjar né Lappar þola við annarstaðar, og þángað leita þeir ávallt aptur, hafi þeir borist suður á bóginn. Hversu ólíkar semEvrópa, Asía og Amerika annars eru, þá hverfa þær misjöfnur með öllu þegar að jarðarásnum dregur, og þetta gildir einnig um þjóðir þær er þar byggja, að þær eru hvor annari mjög líkar. Allir þessir menn lifa á fiskiveiðum og dýraveiðum, klæðast dýra- feldum og byggja 1 smákofum, eða þá rása víðs vegar um eyðimerkurnar. Á meðal þessara norðurþjóða eru Lappar þeir einir er nota tamin hreindýr; þeir byggja nyrðst á Noregi, Rússlandi og Asíu. í hinum eiginlegu norðurheimskauts- löndum, sem vér hér tölum um, byggja Skrælíngjar eður Eskimóar, og eru fámennir, en dreifðir yfir afarvíða landfláka. Samt eru þar heil lönd, sem engin mannleg sál byggir. Skrælíngjar byggja Grænland og margar eyjar fyrir norðan Ameríku og alla norðurströnd meginlands þar; vita menn enn eigi með vissu hvort þeir muni renna saman við Asíu- þjóðir enar austustu, en alllángt hittast þeir suður eptir á Ameríku, svo sem á Labrador að vestanverðu í heimsálfu þessari. Mál Skrælíngja eður Eskimóa er með allt öðru móti en vort mál; því þeir tala fremur málsgreinir en orð, eða með öðrum orðum: eitt þeirra orð er mörg orð hjá oss; til að mynda: »hann lifir«, »hann er maður«, það er á þeirra túngu »innuvok«; og innan í þettað orð setja þeir nú önnur orð eða fremur stafhljóð, svo sem: »hann er fall- egur maður«, það heitir hjá þeim »innugigpok«; »hann er ljótur maður«: »innurdlukpok«; »hann er maður eins og

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.