Gefn - 01.01.1871, Page 73

Gefn - 01.01.1871, Page 73
73 ferðir eingaungu vísindalegs eðlis; og þ<5 kom enn meira kapp í enar meiriháttar siglíngaþjóðir og vísindamenn til þess að binda einhvern enda á þeuna hlut. í mai-mánuði 1829 fór Jón Ross norður í höfinákostn- að þess manns er hét FelixBooth; Ross komst inn í Prins- Regents-sundið og hélt þaðan í suður og vestur; þar fann hann land það er hann kallaði Boothia Felix; var það katnt- að og mælt strandlengis þá og um en næstu ár þar á ept- ir, og þar fannst hið norðlæga segulskaut (»segul- skaut« kallast í náttúrufræðinni þeir tveir staðir á jörðunni þar sem segulnálin missir allteðli til að vísa á áttir; segul- skautin eru því ekki í sjálfum möndulpúnktinum) — þetta var hinn lsta júní 1831.') þ>ar lögðust ísar svo fast að skipinu, að ekki varð við gert og urðu þeir frá að hverfa *) Frá enu norðlæga segulskauti eru 20 mælistig (300 mílur) að möndulpúnkti hnattarins enum nyrðra: sjálí'an púnktinn suður- segulskautsins haíá menn enn ekki komist á, og varla nær en James Ross 17. febr. 1841, það var á eyðilandi því er kennt er við Viktoríu, í nánd við fjall það er Erebus lieitir og gýs ávalit eldi innan um jöklana, en það er fimm mælistigum (75 mílum) nær suðurmöndlinum en norður-segulskautið er íjarri norðurmöndlinum: þar stóð segulnálin þvínær, en þó ekki alveg, beint í lopt upp (88° 40'). Segulafiið er með þrennu móti og marka menn þá á segulnálinni 1, hversu máttug hún er; 2, hve mjög húnvíkur frá norðuráttinni sjálfri og 3, hversumikið hún hallast við hafjafna; allt þetta er ójafnt á hnettinum, en þó eru þeir staðirþar sem alltþetta er eins; sér hverrþessara liátta liefir sitt skaut o: púnkt þar sem afiið hættir á þann hátt. — Segulskautin eru annars ekki kyr, að því erHansteen heldur, því segulaflið fer í gegnum hnöttinn eins og lífsstraum- ur, sem aldrei má hætta að hreiíast — en eg held menn þekki ekki nákvæmlega enn lögin fyrir hreifíngu þessari, því hún er mjög hvikul og flókin. Sumir hafa haldið, að norður-segul- skautið hvarflaði frá vestri til austurs, og suður-segulskautið frá austri til vesturs, en það er allt talið ósannað enn sem stendur. Bæði seguiskautin fann James Ross, frændi Jóns Ross: hann var með Jóni í norðurferðinni 1829 og var sjálfur íyrir suðurferðinni 1839—43.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.