Gefn - 01.01.1871, Side 79

Gefn - 01.01.1871, Side 79
79 og þaðan austur eptir í vík nokkra, er þeir kölluðu Náðarvík (Mercy Bay). Nú bjuggust menn til vetrarsetu enn á ný; skipinu var óhætt, en land var enn kaldara og harðara, því það var þó enti norðar en hitt. í aprílmánuði fór Mac Clúre á ækjum yfir til Melville-eyjar, ef liann kynni að hitfa menn fyrir og gæti fengið hjálp í nauðum sínum, en þar var enginn. J>að var nærri því farið eins og fór fyrir Franklín. Mac Clúre snéri aptur við svo búið og lá nú ekkert annað fyrir en að vfirgefa skipið og fara fótgánganði suður eptir. f>á vildi svo heppilega til að menn komu frá Kellett, er stýrði »Kesolute« og var kominn inn í Melville-höfn. Kellett tók við Mac Clúre og mönnum hans, en krafðist þess að »In- vestigator« væri látinn iiggja eptir, því hann væri ófær til sjóferða eptir ísgánginn. Yoru síðan öll faung flutt á land og skipið ramlega strengjað niður, merkisblæjur upp dregn- ar og síðan frá horfið; þetta var 3. júní 1853, og liggur »Investigator« þar enn í dag í Náðarvík. 17. júní fundu þeir austanleitarmenn og fengu hjá þeim hjúkrun og beina; en sumarið 1853 var svo hrásiagalegt ogkalt, að þeirkom- ust ekki yfir í Baffínsflóann og urðu þeir Kellet og Mac Clúre því að sitja þar enn einn vetur. Loksins komust þeir heim um sumarið eptir og fengu tíu þúsund puiida verðlaun af Englastjórn. Ameríku menn höfðu ekki sýnt minni dugn- að en Englar í Franklínsleitunum; einhver hin frægasta norðurför var sú erKane fór'), hann komst að 82. mælistigi rúmlega og hélt að þaðan væri auður sjór norður úr; þar varð hann að skilja skip sitt eptir og komst á bátum til Upernavik á Grænlandi. Hayes hét sá er með honum var; hann fór aptur 1860—62 í norðurleitir og komst nokkuð lengra, en þó ekki þángað sem menn héldu auðan sjó vera. ) Hann var fæddur 1822 íFíladelfíu, og ferðaðist rajög víða bæði um Asíu og Afríku; bann er frægastur fyrir þessa norðurför og að hafa seð „Möndulshaf11. Hann dó í Havanna 1857.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.