Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 89
89
versku — Frakkar vita sem er, að mál þeirra er aðalmál
heimsmeuntunarinnar og að allir þykjast skyldir aðlæraþað,
en sjálfir hirða þeir ekki um að læra nein önnur mál, en
þar af leiðir, að þeir hafa ekki nema eitt vopn þar sem aðrir
hafa tvö; og þannig er því og varið með aðra þekkíngu
Frakka, hvað eriendar þjóðir snertir: hún er öll skökk og
skæld og allar þeirra landafræðisbækur bráðónýtar; enda
hefir þessi fyrirlitníng þeirra á heiminum nú komið þeim á
kaldan klaka. Svona voru Grikkir og Rómverjar (íka, þeir
fyrirlitu alla nema sjálfa sig og kölluðu alla Barbara, og
þeir fellu einmitt líka fyrir þeim sem þeir höfðu fyrirlitið.
pað er annars ekki neitt fagurt merki um menntunar-
ástand mannkynsins, ef allar uppgötvanir og uppáfinníngar
og öll vísindi eiga að notast út í æsar til að drepa og myrða
hvorn annan með. þó nú Frakkar hafi orðið undir, þá hafa
þeir samt gert og gera enn í því efni allt sem unnt er, svo
þeim verður ekkibrígslað um að þeir ekki reyni til að fremja
illmennskuna svo sem verður; en vér getum ekki annað
en litið á það frá æðra sjónarmiði en jarðnesku, hvernig
J>jóðverjaher sló eins og leiptrandi eldíngu niður í Frakk-
land, svo ekki einúngis hin sterkasta stoð ríkisins, her Na-
póleons, steinrotaðist, heldur og einnig kom með það sama
í Ijós öll sú rotnan og spillíng, sem er í sjálfum þjóðlík-
ama Frakka, hvað sem menn segja og hversu svo sem
blöðin fegra það. jiví þegar þessi »þjóðstjórn«, sem kölluð
er, fann upp á þeirri skammarlegu aðferð sem er óheyrð
um allan aldur, nefnilega að gera heyrum kunnug öll leynd-
arbréf keisarastjórnarinnar, og þar sem þá komst upp, að
menn höfðu opt verið fengnir af sjálfri stjórninni til að gera
óróa, og fengu fé fyrir — því slíkt var þá ætíð kúgað, og
voru þetta eintóm látalæti til þess að láta lýðinn enn meir
samsýngja Napóleoni: þá sýnir einmitt þetta atvik, hvernig
þeir menn voru, sem Napóleon réði yfir: það voru menn
sem voru öldúngis óviðráðanlegir nema með allskonar brutli
og leikspili, skrípalátum og barnaskap (ef svo mætti að orði