Gefn - 01.01.1871, Side 91

Gefn - 01.01.1871, Side 91
91 Orrusturnar á milli Napóleons og fjjóðverja voru enir stórkostlegustu atburðir sem orðið hafa í þessu stríði, og síðan Napóleon fyrsti herjaði: pað var framtíðin. sem barð- ist við fornöldina, því öðru megin voru frægar og nafn- kuunar lietjur, herfrægð og hreysti, riddaraskapur og mann- dómur, og allt pað sem menn þóktust geta erft best frá fornöldinni; en hins vegar voru nafnlausir, ófrægir menn sem enginn þekkir né hefir fvrr lieyrt nefnda, engin herfrægð, engin hreysti, en blind hlýðni og þrælkan; öðru megin sú ímyndan, að kraptur og hreysti heyrði til stríðs og víga, hins vegar fyrirlitníng á öllu því sem fornöldin er fræg fyr- rir. en öll sú kænska, lymska og bragðvísi, sem mannlegur andi má af sér sýna. Á því vöruðu Frakkar sig síst; þeir höfðu enga hugmyud um annað en að berjast sem hetjur móti hetjum, ærlegir menn móti ærlegum mönnum; og þó að Napóleon værí svo kurteis, að segja við Vilhjálm konúng í Sedan, að skotlið hans væri miklu betra en sitt, þá var hann samt unninn með svikum jafnt frá Frakka sem frá Prússa háifu. Vér meinum ekki, að Frakkar frá byrjun hafi haft þann ásetuíng að svíkja Napóleon, en þjóðin sveik bæði hann og sjálf'a sig með allri sinni aðferð. Vér skulum hér sýna orsakir ógæfu þessarar, eptir því sem einn af hinum æðri foríngjum í’rakka hefir ritað. Allar þjóðernistilfinníngar doínuðu og upp rættust í þeim munaði og þeirri sælu, sem þjóöin hafði notið um hin síðustu fimtán ár og svelgt svo ofsalega. |>egar herliðið fór á burtu og kom heim aptur með sigri 1854 og 1859, þá örvuðust tilfinníngar þjóðarinnar á fósturjörðunni, en urðu mjög svo skammvinnar og hugir manna snérust annað, án þess orsakir þess verði raktar; þá fóru allir að amast við herliðinu. Menn gerðu sér enga grein fyrir hvað af því mundi geta leitt, er menn beindust þannig að þeirri stofnan, sem Frakkland á að þakka vald sitt og tign. Allir keptust við að smána og rýra hermannastéttina, og sögðu að í henni væri ekkert annað en harðstjórnarandi. Hverr sem hafði

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.