Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 19
i9 Óðinn var œðstr allra guðanna; við sumarblótin hefir verið heitið á hann sérstaklega sem sigrguð, þvíað þá skyldu menn fara í víkingu að sumrinu; „þat var sigrblóf1, sjá Árb. i. h., bls. 871. sagt, at á LX vetra yrði ísland albygt, svá at eigi værimeirr síþan«. Menn munu því hafa haft nóg fé til að kaupa fyrir dýrgripi til hofanna, og til að skreyta goðin með, og til að prýða hofin. Grímr geitskór hefir verið maðr óeigingjarn og mannvinr, að hann skyldi gefa alt þetta fé til svo að segja opinberra þarfa, þvíað mikil fyrirhöfn hefir það verið að kanna alt landið; mun þessi rannsókn mest hafa lotið að því, að velja hentugan alþingisstað, og að niðrskipa þingum og goðorðum á sem eðlilegastan hátt. Ekki verðr sagt með vissu, hvað hringr Flosa var þungr; það segir ein- ungis, að hann hafi tekið (kostað) tólf hundruð mórend þ. e. tólf hundruð stór af mórendu vaðmáli. Mórent vaðmál var dýrra enn hvítt vaðmál, sem var hið vanalega, og kallað einlitt, þannig að 6 al. af hvítu vaðmáli vóru fyrir eyri, þ. e. lögeyri, ekki eyri silfrs ; enn 5 al. af mórendu vað- máli vóru fyri eyri, Grágás Kb. 246. k., 2. b., bl. 192—93. Mórent vað- mál er sama sem móröndótt vaðmál, eða hvítt vaðmál með mórauðum röndum, en hvítt var kallað einlitt, sem eðlilegt var; sönnun fyrir þessu er meðal annars í Reykdœlasögu, Islenzkar fornsögur, Kh. 1881, Vómundar saga 9. k. bl. 37—38 : »Herjólfr átti skála á Velli, ok vildi kaupa til góðan við, ok bauð nú um Vémundi, at vera fyri sína hönd. Hann ferr nú ok falaði viðinn at austmanni fyrir Herjólf, ok þar var með kjörviðr, er hann vildi kaupa, ok var hvárrtveggja góðr viðrinn; nú segir austmaðrinn, at Steingrímr frá Kroppi hefir áðr varðat viðinn fyrir þrjú hundruð einlit, en hafði áðr goldið fyrir kjörviðinn í öðru lagi sex aura. Vémundr hélt enn fram málinu, ok bauð hann hálft verðið m órent fyrir viðinn, en alt mórent fyrir kjörviðinn, sagði hánum eigi verra við sig at kaupa enn við Steingrím —»en hefir þó verðit minna fyri«. Austmaðrinn kvaðz mundu hafa selt hánum, ef hann hefði fyrr komit, með þvílíku verði sem Steingrími, en segiz nú ekki taka litla mútu—til at bregða þessu kaupi mínu, þar sem ek hefi orðit áðr ásáttr við annan mann«. Hefði mórent vaðmál verið sama sem sortulitað, sorturent, eins og sumir hafa ætlað, (t. d. þormóðr Torfason, Islenzkt Pornbréfasafn I. 165), þá hefði það ekki verið haft í mótsetningu við einlitt, þvíað þá var það líka einlitt. Hér er og mó- rent vaðmál látið vera dýrra enn alment vaðmál, eða það sem gilti í lög- aura, og er það samkvæmt Grágás; þetta var á seinna hlut 10. aldar. það yrði of langt mál hér að gera tilraun til að sanna, hvað hringr Flosa var verðr eftir fornu landauraverði í hlutfalli við gull- og silfrverð, er þá var, enn eftir núveranda landaurareikningi, hundraðið á 65 kr., og eftir núgildanda silfrverði hefir hringr Flosa kostað 912 kr. Vilji maðr nú eftir þessu reyna til að vita, hvað hringrinn vó, þá má deila þessum 912 kr. með 37 kr., sem er hér um bil núveranda verð á hverju lóði af skíru gulli, á móti nú gildandi slegnum peningum, þá verðr hringrinn 244 lóð rúmlega af skíru gulli=12£ eyrir fom. 1) það er sjálfsagt, að full Óðins hefir verið signað með geirsmarki, þó að það sé ekki beinlínis tekið fram í sögum vomm. A fornum hlutum sést Óðinn myndaður ríðandi á Sleipni með geir sinn Gungni í hendinni (sjá Oscar Montelius: Sverigs hedna tiden, 1. del, Sth. 1877, nr. 403) t. d. á rúnasteini með orma eða dreka myndum, sem fundinn er við nHablingbo J>& Gotlanda. Sleipnir hefir þar sína 8 fœtr, 2 að framan, enn 6 að aftan; Óðinn heldr á löngu spjóti eða geir, sem tekr lengra aftr og fram enn hestr- inn. Óðinn hefir og langa spora á fótum, sem sýnast vera broddsporar, enn ekki hjólsporar, sem eru yngri. Eg get ekki betr séð, enn það sé og Óðinn, sem sýndr er ríðandi á Sleipni á öðrum rúnasteini líka frá Gotlandi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.