Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 1
Rannsóknir í Breiðafirði 1889.
Eftir
Sigurð Vigfússon.
Svefneyjar.
(29. júlí).
I suðr írá bænum í Svcfneyjum er hóll í túninu, sem kall-
aðr er Þinghóll og í útsuðr frá honum er gerði, sem er aflangr
ferhyrningr um 15 faðmar á lengd, enn um 10 faðmar á breidd;
í þann enda, sem að hólnum snýr, er þvergarðr yflr girðinguna
með dyrum á. Nú er úr þessu gerðr kálgarðr. 011 þessi girð-
ing er mjög fornleg, niðrsokkin og sumstaðar aflöguð. Að útsunn-
anverðu í hólnum eru klappir; þar scm girðingin hcfst víð klapp-
irnar, heitir dómsœti, sem stendr svo sem fyrir miðri girðing-
unni. I norðr og vestr frá hólnum eru fjórar tóftir, sem eru
mjög fornlegar, niðrsokknar og aflagaðar, og fleiri tóftir hafa
þar getað verið, þótt eg þori ekki að fullyrða það. í vestr frá
þessari girðingu er lítil hæð eða hóll, sem kallaðr er Goöahóll;
að austan og sunnanverðu hefir á síðari tímum verið stungið upp
úr hólnum, svo að hann hefir aflagazt. Þar sést að vísu fyrir grjóti,
enn hvort það eru mannaverk verðr ekki sagt.
Lengra út, suðr frá bænum, niðr við voginn, er allstórt
svæði, sem kallaðir eru Akrar. Það er alt umgirt og er á lengra
veginn um 50 faðmar, enn um 25 á hinn. Alt þetta svæði innan
garðs er sundrskift með stærri og smærrigirðingum. Þessar smá-
girðingar eru víst fjórar eða flmm. Allar eru þessar girðingar
ákaflega fornlegar og víðast hlaðnar úr grjóti, að því er sést.
Þetta er utan túns.
Austr frá bænum í túninu á Svefneyjum er lítil laut, sem
kölluð er Þrœlalág, 13 fet á hvorn veg; hún er við voginn (Bæj-
1