Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 7
7 grjóti, og að eins grjótlaust lítið bil í miðjunni, rétt i kringum steinana, þó einkum milli steinanna og aflsins, eða þverhleðslu þeirrar, er áðr er um getið. Utnorðrgafl tóftarinnar var og mjög svo innhlaupinn og tóftin þar í endanum full af grjóti, enp allar ytri hleðslur tóftarinnar alt í kring vóru mjög litið úr lagi gengnar. Steinana lét eg, eins og áðr segir, færa upp úr tóftinni, og standa þeir nú á grjótbálkinum landsunnanmegin í tóftinni, svo sem á innanverðum aflinum, í líkri afstöðu hvor frá öðrum, eins og þeir stóðu i tóftinni, og eins og þeir hafa upphaflega staðið, og eru þeir þar til sýnis. Að endingu skal eg geta þess, að tóft þessi er ein af hinum allra fornlegustu, sem eg hefi nokkurn tíma rannsakað. Enn fremr skal þess getið, að langs með þeirri hlið tóftarinnar, sem frá ánni snýr, virðist hafa verið hlaðið grjótræsi, því að steina- raðirnar sjást ljóslega. Þetta mun hafa verið gert til þess, að ekki hlypi vatn i tóftina úr brekkunum fyrir ofan. I máldögum Vilkins og Gísla er Hagakirkja talin að eiga skóg í Vatnsdal í Ámótum, og enn í dag er henni eignaðr skógr- inn í Smiðjukleifum og niðr með Þingmanna-á að norðanverðu. Er þar í Vatnsdal einhvert hið viðlendasta og fegrsta skóglendi, sem eg hefi séð. Hoftóft í Hvammi, þar sem Þorkell Súrsson bjó siðast. (7. ágúst). Hvammr er þrjár langar bæjarleiðir út frá Brjánslæk. Þessi jörð er falleg og sljettlendi mikið alt til sjávar, alt grasi vaxið. Bær stóð áðr uppi undir hlíðinni, enn hefir nú nýlega verið færðr neðar sökum skriðu, sem hljóp á bæinn. Svo sem 2—300 faðma inn frá hinum gamla bæ er tóft nokkur fornleg og niðrsokkin, sem enn í dag er kölluð hoftóft. Hún er kringlótt og snúa dyr í útsuðr niðr að sjónum. Ofan í tóftina hafði hlaup- ið skriða, enn þó ekki allmikil, og var því ilt að koma hér við nokkurri verulegri rannsókn, enn þó sást fyrir allri tóftinni. Hún er um 29—30 fet i þvermál. Þessa tóft lét eg rannsaka með grefti. Hleðslurnar að innanverðu vóru úr grjóti á þeim stöðum, er eg gat prófað, enn að utan virðist minna grjót verið hafa. Gólf tóftarinnar kannaði eg og lét þar grafa 3 grafir alt ofan í möl. Þær vóru á stærð 3—5 fet á hinn lengra veg, enn á dýpt U/s—2 álnir. í tóft þessari fann eg í öllum gröfunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.