Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 82
Skýrsla.
I. Aðalfundr félagsins.
Á ársdegi félagsins, 2. ág. 1893, var aðalfundr þess hald-
inn af varaformanni félagsins; skýrði hann frá, að Dr. Björn
Ólsen, sem kosinn var í fjarveru sinni formaðr félagsins á árs-
fundi 1892, hefði með bréfi 24. okt. s. á. skorazt undan að taka
á móti kosningu þessari; kvaðst varaformaðr þvi, eftir samkomu-
lagi við fulltrúana, hafa gegnt formannsstörfum þetta árið. Fram
var lagðr endrskoðaðr reikningr félagsins fyrir 1892, minst á
tölu félagsmanua og prentun Árbókar félagsins; getið var og
um hvað félagið hefði í hyggju framvegis, og að félagsstjórnin
hefði samið við Brynjólf Jónsson á Minnanúpi um, að rannsaka
sögustaði og spyrja upp forngripi, enn efnahagr félagsins leyfði
eigi að verja nema mjög litlu fé í þessu skyni. Því næst vóru
kosnir embættismenn félagsins, svo sem frá er skýrt hér á eftir,
og þrír fulltrúar: Dr. Björn Ólsen, Pálmi Pálsson og Steingrímr
Thorsteinsson.
II. Stjórn félagsins:
Forviaðr:
Varaformaðr :
Fulltrúar:
Skrifari:
Varaskrifari:
Féhirðir:
Eirikr Briem, prestaskólakennari.
Pálmi Pálsson, skólakennari.
Dr. Björn Ölsen, skólakennari.
Indriði Einarsson, revísor.
Pálmi Pálsson, skólakennari.
Steingrimr Thorsteinsson, skólakennari.
Valdimar Ásmundarson, ritstjóri.
Þorleifr Jónsson, alþingismaðr.
Indriði Einarsson, revísor.
Hallgrímr Melsteð, bókavörðr.
Þórhallr Bjarnarson, prestaskólakennari.