Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 34
34 Efst á túninu við túngarðinn er stór jarðfastr klettr, sem heitir »Goðasteinn«. í útsuðr frá steininum er tóft (1), og hefir hest- hús verið bygt ofan á suðrendann; önnur tóft (2) er þar sam- hliða, 10—11 faðmar á lengd og um 7 faðmar á breidd. Tóftir þessar eru ákaflega útflattar og fornlegar; veggir digrir. Þetta svæði heitir »Goðatún«. — Nokkuru neðaritúninu á hóli er forn- leg tóft (3) 7 faðm. á lengd og 5 fðm. á br., að því er mælt verðr. Suðr eftir háhrygg túnsins sýnast hafa verið tjórar tóftir (4-7), hver niðr undan annari, enn þær eru svo fornlegar og aflagaðar, að þær verða með engu móti mældar; dyr á þessari fyrsttöldu tóft eru eru á vestra hliðvegg við gaflinn. Hér niðr undan er ein tóft (8), sem snýr samhliða, um 8 faðma á lengd og 5 faðma á breidd, að því er mælt verðr; dyr sýnast hafa verið á austrhliðvegg nær suðrenda. Á hólnum fyrir sunnan bæinn niðr á árbakkanum er tóft (9) mjög f'ornleg; snýr frá landnorðri til útsuðrs; hún er um 9 faðma á lengd og um 4 faðma á breidd; dyr^munu hafa verið áaustrvegg. Neðaníhól norðvestr frá bænum sýnast hafa verið tvær eða fleiri tóftir (10—11), enn þær eru svo niðrsokknar, að þær verða ekki mældar. — Fleiri tóftir hafa getað verið hér. Tvær hinar fyrsttöldu munu hafa verið einhverjar átrúnaðartóft- ir, eins og nafnið bendir á, enn hinar geta allar verið þingtóftir eða búðir, því að þær líkjast mjög þeim tóftum, sem eg hefi rannsakað á fornum þingstöðum. Dr. Kálund segir (Isl. II, 242 —243), að lítið vitni um þingstaðinn í Þingmúla annað enn nafnið, og búðartóftir segir hann að þar sé engar. Nú hlýtrað vera eitt af þrennu, að Kálund hefir ekki komið hér, eða hann hefir leit- að hér mjög óvandlega, eða hann heflr ekki þekkingu á fornum tóftum. Múlá rennr nú rétt fyrir neðan bæjarhólinn á Þingmúla, enn séra Páll Pálsson sagði mér, að áin mundi áðr hafa runnið hinum megin í dalnum út við Arnhólsstaði, enn að þverárnar, sem í hana renna, mundu hafa kastað henni frá því landinu. Sagði séra Páll, að sannanir væri fyrir, að áin hefði runnið austr undir brekkum á 18. öld. — I Þingmúla hefir verið mjög fallegt, áðr enn árnar spiltu landinu þar austr undan. Austr af Þingmúla, fyrir austan á, þar á eyrunuin, sést fyrir ákaflega stórri hringmyndaðri girðingu. Hún er orðin mjög niðr sokkin, enn þó mótar fyrir henni alt í kring. Girðing þessi hefir verið 96 fet á annan veg, og 90 fet á hinn (utanmál), að því er mælt verðr; stórar dyr eru á, og jafnvel fleiri enn einar. Þessi hringr er næsta einkennilegr, og er hinn stærsti slíkr hringr,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.