Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 21
21 drápi Hauks. Áskell hefir náð honum í götuskarðinu fyrir aust- an ána og vegið hann þar. Á einum stað við ána, rétt við göt- una að ofanverðu, mótar fyrir lftilli upphækkun, sem er hæst í miðju, nokkurra feta á hvorn veg. Líklegt er, að þetta sé dys Hauks, enn það gat eg ekki rannsakað, því að eg hafði ekki tíma til þess. Þaðan liggr vegrinn, þegar fram hjá Hólum kemr, út á Vatnsháls, sem svo heitir enn í dag. Fyrir vestan hálsinn er Vatnsdalr, litill dalr með vatni í. Þar einhversstaðar hafa Þór- beinisstaðir verið, enn bæjarstæðið hefir þó ekki með vissu fund- izt. Dalrinn myndast af Drápuhliðarfjalli að ofan, enn Seljafelli að norðanverðu. Norðan undan fellinu liggja Seljabrekkur, sem svo heita enn í dag. Þær eru skamt fyrir innan Drápuhlíð; þar er nógr skógr til kolgerðar enn í dag. — Eg skal geta þess hér, að þegar Arnkell eltir þrælana, mun vera misritað Oxnabrekkur fyrir Séljabrékkur, því að það er ólíklegt, að hann hafi elt þá alt ofan fyrir Vigrafjörð; þar heita Öxnabrekkur enn í dag. Þetta er langr vegr. Frá Drápuhlíð liggr vegrinn út að Gríshólsá og Bakká, sem áðr hétu einu nafni Laxár. Á milli Laxánna var réttin, sem talað er um í Eyrb., enn er eystri ánni var á öldinni sem leið veitt vestr fyrir hina gömlu rétt, var réttin færð upp undir Arnarhól, og þar stendr hún, enn bærinn Skjöldr mun standa þar sem hin forna rétt var. Fyrir utan Bakká hefjast »Skeið«, sem kölluð eru; það eru eggsléttir melar og ná alt út að Bakka (Kóngsbakka). Bakki stendr við sjó fram, kippkorn fyrir utan það er Hofsvogr skerst inn; frá bænum og ofan til sjávar er lítill spotti, og því hafa þeir tjaldað þar yfir Bergþóri, með því maðrinn var kominn að dauða. Um reið þeirra Stein- þórs brott af Bakka inn eftir Skeiðum o. s. frv. er alveg rétt að orði komizt i Eyrb. — Skamt fyrir utan Bakka er Stafá, lítil á; hún er takmarkið að utanverðu í landnámi Þórólfs mostrarskeggs, enn Þórsá að innan. — Eg hefi þannig farið um alt landnám Þórólfs. Berserkjahraun. (30. ágúst). Skamma bæjarleið frá Stafá stendr bærinn Hraun (»undir Hrauni«), þar sem Viga-Styrr bjó. Bærinn stendr í dalverpi undir hálsi, er Hraunsháls heitir, að vestanverðu undir honum. Bærinn stendur á hæð nokkurri ofan til í túninu og hallar því móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.