Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 71
71 er steinn, sem »Grettishaf« er kallaðr og sagan talar um; steinn- inn er á hæð yfir mannhæð og allmikill um sig. Við gengum á snið upp og suðr upp eftir tindinum, því fyrst vildum við þó kanna tindinn að vestan og sunnanverðu. Hér er lausagrjót og allbratt, enn því torsóttara varð sem ofar kom. Þegar kemr upp fyrir miðju í suðrhlíð tindsins, fara að koma snarbrattir svaðar og þegar lengra kemr upp ákaflega miklar klettsnasir með strítum, bríkum og tindum, og í einum stað er ákaflega mikið berghvolf, er myndar eins og hellisskúta, enn hér getr þó með engu móti hafa verið bæli Grettis; þar getr enginn maðr hafa verið. Þetta er nærri upp undir hæsta tindinum, enn bæði hann og aðrir tindar þar fyrir ofan standa lóðrétt sem standberg og fyrir neðan þá snarbrattir svaðar, sem enginn maðr kemst upp. Gegnum hæsta tindinn á »Grettisbæli« eru 2 göt, enn mjög svo lítil að sjá og eitt neðar gegnum móbergsbrík, sem vart er 2 álnir á þykt, enda gatið lítið og víst 3—4 mannhæðir upp að því neðan frá hinni bröttu skriðu, svo að það sér hver heilvita maðr, að í engu af þessum götum heflr Grettir getað verið eða nokkur annar maðr; þangað upp er engum fært, nema fuglinum fljúgandi, enda götin lítil, eins og áðr er sagt. Þegar vér höfðutn kannað alla suðrhlið Grettisbælis alt upp undir hátindinn, sáum við, að hér var ekki um nokkurn bústað að ræða, því þessi suðrhlið er að öllu leyti óaðgengileg, þegar upp eftir dregr, og Grettir getr þar hvergi hafa haft bústað eftir því sem sagan segir. Vér snerum því hér frá og vildum kanna vestrhlið fjallsins og ætluðum að ganga þvers yflr brattann fyrir neðan hátindinn og kanna þá hliðina, enn þar tóku við snar- brattir móbergssvaðar með illúðlegum hraungrýtisnibbum, sem enginn maðr getr fótað sig á. Við urðum því að halda á ská ofan og vestr neðar enn miðhlíðis, enn um þessa framhlið tinds- ins, er að veginum veit, er ekkert annað að ræða, enn að það er slétt móhella, og svo snarbrött, þegar upp undir hátindana dregr, sem standa lóðrétt niðr, sem áðr er sagt. Hér getr því ekki verið um neinn hellisskúta að gera, eða nokkurn manna- bústað. Nú vildi eg kanna norðrhlið tindsins, sem veit að Fagra- skógarfjalli. A milli Grettisbælis og Fagraskógafjalls heitir nú Egilsskarð; við gengum því þar þvert upp, að neðan eru fyrst grasgeirar langt upp eftir, enn síðan þegar upp í skarðið dregr, er grjót, enn miklu fastara undir fæti, svo þar er hægt upp að komast og ekki ýkjabratt; þegar við komum upp á hábrúnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.