Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 2
2 arsundið) rétt á sjávarbakkanum. Lautin er mjög grunn og forn- leg að sjá, og er kend við þræla Hallsteins. Eru munnmæli, að hann hafi komið þar að þeim sofandi og hengt þá inn í Sviðnum, í Gálgaklett, sem kallaðr er. Þeir áttu að hafa verið við salt- gerð, enn svikust um það. (Sbr. Landn., Kh. 1843, bls. 101). Lengra í austnorðr frá bænum og inn á tanga, sem þar sker sig fram, er steinbogi, sem hlaðinn veggr væri, og fellr sjór- inn þar upp að, enn sunnan fram með steinboganum eru grafir nokkurar, sem enn í dag eru kallaðar Saltgrafir; þær eru fjórar að tölu, að því er nú sést, og liggja þær alveg þétt við stein- bogann. Hin stærsta er um 6 fet í þvermál. Botninn í grófun- um mun hafa verið steinlagðr, og jafnvel mætti álíta, að klöpp- uð hefði verið vík inn í steinbogann er myndi aðra hið grafanna. Þær eru nokkuð aflagaðar, enn hafa getað haldizt, því hér er ekki sandr, heldr klöpp undir. Þetta eru þær einu saltgrafir, sem nafn hefir haldizt á og eg hefi heyrt um talað, og eru þær því merki- legar. Hergilsey. Hergilsey liggr, sem kunnugt er, tæpa l1/* mílu norðr frá Flatey. Eyjan er með hávum hólum og lægðir á milli og vog- skorin mjög. Þar eru margar víkur og tangar. Víðsýni er þar mikið og sést þaðan nálega um allan Breiðafjörð. Norðan á eynni stendr bærinn. Þar eru nú þrír bæir og bil á milli. Bær Krist- jáns bónda er elztr, og bygðr norðan í rústinni af bæ Ingjalds. Hergilsey hefir lengi legið undir Flatey og verið óbygð á síðari tímum, þar til Eggert Olafsson bygði þar aftr bæ 1782 á rústum Ingjalds. Fyrir ofan bæinn er tóft mikil, ákaflega forn- leg, niðrsokkin og útflött; annar hliðveggr tóftarinnar er mest- megnis undir bænum, enn hinn sést, og af honum rná ráða, að tóftin hefir verið 70—80 fet á lengd, og þverveggr í syðri enda tóftarinnar. Þar hafa og verið öskuhaugar miklir. Við nyrðri enda tóftarinnar hafa og verið byggingar miklar, því að Eggert reif þar upp mikið af grjóti, sem var mjög niðrsokkið. Það er víst, að hér hefir bær Ingjalds verið. Rétt fyrir sunnan bæinn gengr hæð mikil, nær þvert yfir eyna; í henni er stuðlaberg með smástöllum; þar heitir enn í dag Ingjaldsbyrgi og mótar fyrir veggjum, enn klettr er á eina hliðina. Þar var fram á þessa öld steinn á hlóðum, og er það sá raufarsteinn, sem sagan talar um (þ. e. steinn með rauf undir) og fíflið var tjóðrað við. Nú er steinn þessi burtu, enn hlóðin standa eftir; þau gróf eg upp, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.