Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 50
50 Hjarðarhaga, sem er næsti bær fyrir framan Hofteig. A milli þessara áa heitir hofsteigr enn í dag. Breiddin milli þessara áa er stutt meðal-bæjarleið og er það breiddin á Teignum, sem að minsta kosti heitir svo upp á fjallsbrún, því þar eru kallaðar Teigsbrýr. Mestallr þessi Teigr er orðinn fyrir skömmu uppblásinn, einkanlega hið neðra; enn eins og spilda eftir með hlíðinni. Upp undir Teigará og niðr undir Jökulsá er enn eftir löng og stór graseyri, og fögr brekka alllöng fyrir ofan. Niðriáþess- ari eyri er afarstór og fornleg tóft, sem enn í dag heitir hoftóft. Tóftin snýr nær frá austri til vestrs, eða út og inn dalinn; hún er bæði niðrsokkin og fornleg og vallgróin, þannig, að veggir tóftarinnar mynda sem ávala hryggi, enn þó er tóftin mjög glögg; hún skiftist í tvent, aðalhús og afhús, og er með svo ákaflega þykkum og breiðum millumvegg, að eg liefi aldrei séð slíkan, og er það glögt, að þar hafa aldrei verið dyr á. Lengd allrar tóft- arinnar er 135 fet, þar af aðalhúsið 103 fet, mælt á miðjan milli- vegginn, enn afhúsið 32 fet, og er þetta 135 fet; breidd tóftarinn- ar er um 34 fet; og breiddin á milliveggnum, eins og hann lítr nú út, er 16 fet, og er hann öllu breiðari enn aðalveggir tóftar- innar yfir höfuð. Dyr hafa sjáanlega verið á aðalhúsinu út úr syðra hliðvegg við vestra gaflhlað, og engar aðrar dyr sýnast hafa á því verið. Dyr úr afhúsinu eru að vísu nokkuð óglöggv- ar, enn þó mun það víst, að þær hafi verið á syðra hliðvegg, rétt við austr-gaflhlaðið. Yeggir tóftarinnar eru, eins og þeir líta nú út, 2—3 fet á hæð, að því er mælt verðr. Eg skal taka það fram, að afhúsið er í austrenda tóftarinnar, enn aðalhúsið í vestr- enda, og er það sem afarstór skáli, þar sem hann er 103 fet á lengd, eins og áðr er sagt, fyrir utan afhúsið. Um 100 föðmum fyrir utan hoftóftina kemr lítill lækr ofan úr hlíðinni, og rennr í bugum ofan eyrina og niðr í Jökulsá. Þessi lækr ber nafnið Blótkelda, og er aldrei annað kallaðr, og eru hvergi í honum nein- ir pyttir, er niðr á eyrina kemr. Þetta nafn á læknum er ein- kennilegt, og kemr heim við það sem áðr hefir verið sagt um hofin. Það er sjáanlegt, að sá fegrsti staðr á öllum þessum »hofs- teig« hefir verið valinn til að byggja hofið á; grundin er svo nokkurum hundruðum faðma skiftir á lengd, óii grasi vaxin og slétt að mestu; grasbrekka fyrir ofan alla grundina. Þettasvæði hefir og haldizt óblásið, eins og áðr er sagt, og fjallshlíðin fyrir ofan í teignum er falleg og víða grasi vaxin upp á brún. Hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.