Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 50
50 Hjarðarhaga, sem er næsti bær fyrir framan Hofteig. A milli þessara áa heitir hofsteigr enn í dag. Breiddin milli þessara áa er stutt meðal-bæjarleið og er það breiddin á Teignum, sem að minsta kosti heitir svo upp á fjallsbrún, því þar eru kallaðar Teigsbrýr. Mestallr þessi Teigr er orðinn fyrir skömmu uppblásinn, einkanlega hið neðra; enn eins og spilda eftir með hlíðinni. Upp undir Teigará og niðr undir Jökulsá er enn eftir löng og stór graseyri, og fögr brekka alllöng fyrir ofan. Niðriáþess- ari eyri er afarstór og fornleg tóft, sem enn í dag heitir hoftóft. Tóftin snýr nær frá austri til vestrs, eða út og inn dalinn; hún er bæði niðrsokkin og fornleg og vallgróin, þannig, að veggir tóftarinnar mynda sem ávala hryggi, enn þó er tóftin mjög glögg; hún skiftist í tvent, aðalhús og afhús, og er með svo ákaflega þykkum og breiðum millumvegg, að eg liefi aldrei séð slíkan, og er það glögt, að þar hafa aldrei verið dyr á. Lengd allrar tóft- arinnar er 135 fet, þar af aðalhúsið 103 fet, mælt á miðjan milli- vegginn, enn afhúsið 32 fet, og er þetta 135 fet; breidd tóftarinn- ar er um 34 fet; og breiddin á milliveggnum, eins og hann lítr nú út, er 16 fet, og er hann öllu breiðari enn aðalveggir tóftar- innar yfir höfuð. Dyr hafa sjáanlega verið á aðalhúsinu út úr syðra hliðvegg við vestra gaflhlað, og engar aðrar dyr sýnast hafa á því verið. Dyr úr afhúsinu eru að vísu nokkuð óglöggv- ar, enn þó mun það víst, að þær hafi verið á syðra hliðvegg, rétt við austr-gaflhlaðið. Yeggir tóftarinnar eru, eins og þeir líta nú út, 2—3 fet á hæð, að því er mælt verðr. Eg skal taka það fram, að afhúsið er í austrenda tóftarinnar, enn aðalhúsið í vestr- enda, og er það sem afarstór skáli, þar sem hann er 103 fet á lengd, eins og áðr er sagt, fyrir utan afhúsið. Um 100 föðmum fyrir utan hoftóftina kemr lítill lækr ofan úr hlíðinni, og rennr í bugum ofan eyrina og niðr í Jökulsá. Þessi lækr ber nafnið Blótkelda, og er aldrei annað kallaðr, og eru hvergi í honum nein- ir pyttir, er niðr á eyrina kemr. Þetta nafn á læknum er ein- kennilegt, og kemr heim við það sem áðr hefir verið sagt um hofin. Það er sjáanlegt, að sá fegrsti staðr á öllum þessum »hofs- teig« hefir verið valinn til að byggja hofið á; grundin er svo nokkurum hundruðum faðma skiftir á lengd, óii grasi vaxin og slétt að mestu; grasbrekka fyrir ofan alla grundina. Þettasvæði hefir og haldizt óblásið, eins og áðr er sagt, og fjallshlíðin fyrir ofan í teignum er falleg og víða grasi vaxin upp á brún. Hvað

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.