Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 23
23 nákvæmlega, sem mér er unt. Gerðið er nær ferskeytt, enn er þó á einn veginn myndað eí'iir hrauninu. Það er 57—58 faðma langt, enn á breidd 51—52 faðmar; enn veggir svo digrir sem mest má vera og furðulega glöggvir, þótt þeir sé ákaflega út- flattir, þar sem þeir hafa verið bygðir úr hnausum og grjóti, enn sumstaðar standa þeir svo að segja óhreyfðir, þar sem þeir eru bygðir úr tómu hraungrjóti. Sú hliðin, er að bænum veit, eða í norðr, er bygð bæði úr grjóti og torfi; grjótið hefir verið fjarska mikið og stendr sumstaðar upp úr veggjunum og viða eru hleðslur lítið eða ekki raskaðar. Á þessum hluta epu vegg- irnir víða um 11—12 fet á þykt, og á miðri þessari hlið, er að bænum veit, eru ákaflega breiðar dyr. Eystri hliðin liggr alt upp að hrauninu; hún er ger á líkan hátt úr grjóti og torfl, og stendr grjóthryggrinn víða upp úr miðjum garðinum. Þessi hlið er þó ekki fult svo bein sem hin, og má vera, að veggirnir sé hlaupnir á víxl út eða inn. Hér er í austr-landssuðrhorni gerðis- ins grjóttóft ákaflega mikil. Syðri hliðin liggr með hraunjaðrin- um; hún hefir verið hlaðin upp úr tómu hraungrýti, og er víða aflöguð; hafa hraunkambarnir á sumum stöðum verið notaðir fyrir veggi og er hlaðið á milli þeirra. Á nokkurum stöðum heldr hleðslan sér algerlega, og eru sumir steinarnir mjög stórir. Þessir veggjakaflar eru á sumum stöðum um og yfir 4 fet, enn sumstað- ar mjög niðr fallnir. Vestrhlið gerðisins er líkt ger; á þeirri hlið er hleðsla alveg óhögguð og hefir verið vel hlaðin. Alt er þetta mjög fornlegt að útliti og steinarnir mjög mosavaxnir. Hin áðr talda grjóttóft í horni gerðisins er auðsjáanlega yngri, því að bæði eru veggirnir afarháir og grjótið í henni er ekki jafn- mosavaxið. Á þeim köflum gerðisins, þar sem hleðslan er lítið eða ekkert úr lagi gengin, eru veggirnir dregnir að sér, og kunn- ugt er, að hraungrjót stendr betr í hleðslu enn annað grjót. Hér er auðsjáanlega stórkostlegt mannvirki frá fornöld, og getr eng- inn efl á verið, að það sé gerði berserkjanna. Landamerkja- garðrinn, sem liggr eftir hrauuinu, er og eftir berserkina, og er þetta alt samkvæmt sögunni. Þetta er því merkilegra, sem menn vita gerla um aldr þessara mannvirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.