Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 34
34 Efst á túninu við túngarðinn er stór jarðfastr klettr, sem heitir »Goðasteinn«. í útsuðr frá steininum er tóft (1), og hefir hest- hús verið bygt ofan á suðrendann; önnur tóft (2) er þar sam- hliða, 10—11 faðmar á lengd og um 7 faðmar á breidd. Tóftir þessar eru ákaflega útflattar og fornlegar; veggir digrir. Þetta svæði heitir »Goðatún«. — Nokkuru neðaritúninu á hóli er forn- leg tóft (3) 7 faðm. á lengd og 5 fðm. á br., að því er mælt verðr. Suðr eftir háhrygg túnsins sýnast hafa verið tjórar tóftir (4-7), hver niðr undan annari, enn þær eru svo fornlegar og aflagaðar, að þær verða með engu móti mældar; dyr á þessari fyrsttöldu tóft eru eru á vestra hliðvegg við gaflinn. Hér niðr undan er ein tóft (8), sem snýr samhliða, um 8 faðma á lengd og 5 faðma á breidd, að því er mælt verðr; dyr sýnast hafa verið á austrhliðvegg nær suðrenda. Á hólnum fyrir sunnan bæinn niðr á árbakkanum er tóft (9) mjög f'ornleg; snýr frá landnorðri til útsuðrs; hún er um 9 faðma á lengd og um 4 faðma á breidd; dyr^munu hafa verið áaustrvegg. Neðaníhól norðvestr frá bænum sýnast hafa verið tvær eða fleiri tóftir (10—11), enn þær eru svo niðrsokknar, að þær verða ekki mældar. — Fleiri tóftir hafa getað verið hér. Tvær hinar fyrsttöldu munu hafa verið einhverjar átrúnaðartóft- ir, eins og nafnið bendir á, enn hinar geta allar verið þingtóftir eða búðir, því að þær líkjast mjög þeim tóftum, sem eg hefi rannsakað á fornum þingstöðum. Dr. Kálund segir (Isl. II, 242 —243), að lítið vitni um þingstaðinn í Þingmúla annað enn nafnið, og búðartóftir segir hann að þar sé engar. Nú hlýtrað vera eitt af þrennu, að Kálund hefir ekki komið hér, eða hann hefir leit- að hér mjög óvandlega, eða hann heflr ekki þekkingu á fornum tóftum. Múlá rennr nú rétt fyrir neðan bæjarhólinn á Þingmúla, enn séra Páll Pálsson sagði mér, að áin mundi áðr hafa runnið hinum megin í dalnum út við Arnhólsstaði, enn að þverárnar, sem í hana renna, mundu hafa kastað henni frá því landinu. Sagði séra Páll, að sannanir væri fyrir, að áin hefði runnið austr undir brekkum á 18. öld. — I Þingmúla hefir verið mjög fallegt, áðr enn árnar spiltu landinu þar austr undan. Austr af Þingmúla, fyrir austan á, þar á eyrunuin, sést fyrir ákaflega stórri hringmyndaðri girðingu. Hún er orðin mjög niðr sokkin, enn þó mótar fyrir henni alt í kring. Girðing þessi hefir verið 96 fet á annan veg, og 90 fet á hinn (utanmál), að því er mælt verðr; stórar dyr eru á, og jafnvel fleiri enn einar. Þessi hringr er næsta einkennilegr, og er hinn stærsti slíkr hringr,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.