Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 7
7
grjóti, og að eins grjótlaust lítið bil í miðjunni, rétt i kringum
steinana, þó einkum milli steinanna og aflsins, eða þverhleðslu
þeirrar, er áðr er um getið. Utnorðrgafl tóftarinnar var og mjög
svo innhlaupinn og tóftin þar í endanum full af grjóti, enp allar
ytri hleðslur tóftarinnar alt í kring vóru mjög litið úr lagi gengnar.
Steinana lét eg, eins og áðr segir, færa upp úr tóftinni, og standa
þeir nú á grjótbálkinum landsunnanmegin í tóftinni, svo sem á
innanverðum aflinum, í líkri afstöðu hvor frá öðrum, eins og
þeir stóðu i tóftinni, og eins og þeir hafa upphaflega staðið, og
eru þeir þar til sýnis.
Að endingu skal eg geta þess, að tóft þessi er ein af hinum
allra fornlegustu, sem eg hefi nokkurn tíma rannsakað. Enn
fremr skal þess getið, að langs með þeirri hlið tóftarinnar, sem
frá ánni snýr, virðist hafa verið hlaðið grjótræsi, því að steina-
raðirnar sjást ljóslega. Þetta mun hafa verið gert til þess, að
ekki hlypi vatn i tóftina úr brekkunum fyrir ofan.
I máldögum Vilkins og Gísla er Hagakirkja talin að eiga
skóg í Vatnsdal í Ámótum, og enn í dag er henni eignaðr skógr-
inn í Smiðjukleifum og niðr með Þingmanna-á að norðanverðu.
Er þar í Vatnsdal einhvert hið viðlendasta og fegrsta skóglendi,
sem eg hefi séð.
Hoftóft í Hvammi,
þar sem Þorkell Súrsson bjó siðast.
(7. ágúst).
Hvammr er þrjár langar bæjarleiðir út frá Brjánslæk.
Þessi jörð er falleg og sljettlendi mikið alt til sjávar, alt grasi
vaxið. Bær stóð áðr uppi undir hlíðinni, enn hefir nú nýlega
verið færðr neðar sökum skriðu, sem hljóp á bæinn. Svo sem
2—300 faðma inn frá hinum gamla bæ er tóft nokkur fornleg
og niðrsokkin, sem enn í dag er kölluð hoftóft. Hún er kringlótt
og snúa dyr í útsuðr niðr að sjónum. Ofan í tóftina hafði hlaup-
ið skriða, enn þó ekki allmikil, og var því ilt að koma hér við
nokkurri verulegri rannsókn, enn þó sást fyrir allri tóftinni.
Hún er um 29—30 fet i þvermál. Þessa tóft lét eg rannsaka
með grefti. Hleðslurnar að innanverðu vóru úr grjóti á þeim
stöðum, er eg gat prófað, enn að utan virðist minna grjót verið
hafa. Gólf tóftarinnar kannaði eg og lét þar grafa 3 grafir alt
ofan í möl. Þær vóru á stærð 3—5 fet á hinn lengra veg, enn
á dýpt U/s—2 álnir. í tóft þessari fann eg í öllum gröfunum