Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 22
24 queþa a hvar þeir scolo at fiNaz at þeir vm luki hellzt domi sinom. Þeir eigo þangat at ganga oc luca þar domi sinom ef þeir mego«. Samkv. 43. k. þingskþ.1) skal fimtardómur »þa raðÍN er fiorð- vngs domar ero nefndir. oc scolo allir seN fara vt til socnar. nema lög retto menn verþi a aNat sattir. En v.tar dom scal setia i lög- rétto«. Að líkindum hefir fimtardómur því venjulega farið út til sóknar um leið og fjórðungsdómarnir og setið samstundis. Þó mátti degi síðar eða tveim lýsa sökum til fimtardóms en til fjórðungsdóma: »er rett (at lysa) aNan dag vico oc ín þriðia ef þeir ero rumhelgir«2) Á þinginu 1012 sést af Njáls sögu, 144. k. að fimtardómur er úti til sóknar samtímis fjórðungsdómunum og að þeim málum, sem þar er um að ræða og ekki máttu lúkast í fjórðungsdómi, var þegar í stað stefnt til fimtardóms, sem þau og áttu í að koma að lögum. Samkvæmt því ákvæði er hér var tilgreint að framan (bls. 13), í 29. kap. þskþ.8), var hver sá sem sök hafði að sækja sekur þrem mörkum, ef hann kom eigi út um leið og dómarnir; »enn menn scolo sacir hafa framfört allar aðr sól se undir þær er til ero búnar aðr domar fare vt til sócnar. eN ef eigi ero fram sagðar. þa er þat vörn. eN frumgögn scolo borin aðr sol komi a þingvöll. ín næsta dag eptir þav er þeim söcom eigo at fylgia«4). Svo sem áður (bls. 4) var sagt, gengur sól undir á Þingvelli tiltölulega snemma á sumrin, kl. 81/2 um þetta leyti, mánudaginn í 11. viku sumars, vegna þess að Almannagjárhamarinn er svo hár og svo nærri. Þegar er dómur var færður út var byrjað á því að varpa hlutkesti um það, hverir fyrst skyldu segja fram sakir sínar; kæmu sumir eigi til hlutfalls- ins, skyldu þeir segja síðast, en þær sakir, er lýst hafði verið og eigi hafði orðið dæmt um sumarið áður, skyldi allar fyrst fram segja, og þar næst þær er gerðust samsumars á þingi. Um alt þetta sjá 29. k. þskþ.5 * *). Ætla má að 6 stundir (frá kl. 2—8) hafi verið nægilega langur tími til dómaútfærslu, hlutfalls og framsagna allra. Eins og þegar dómarnir sátu úti nóttina milli föstudags og laugar- dags, alt til sólaruppkomu, eins skyldu þeir nú er þeir voru úti til sókna sitja. um nóttina, og eins og sagt er í fyrgreindu ákvæði skyldu öll frumgögn borin áður sól kæmi á Þingvöll, þ. e. fyrir sólaruppkomu á þriðjudagsmorguninn (eða næsta dag eftir að dómarnir höfðu verið færðir út). Samkvæm þessu ákvæði eru og mörg ákvæði um kviðburð í 35. k. þskþ., t. d: »Ef bvar hallda frum quið til ‘) Kb. I., 77. bls. !) L. c., 78. bls. 8) Kb. I., 53. bls. *) Þingskþ. 35. kap., Kb. I., 66. bls. 8) Kb. I., 53.-54. bl».
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.