Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Page 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Page 6
6 er vér höfum sögur af að kæmi hingað til lands, var Helgi bjóla, sonur Ketils flatnefs; hann kom beint til Reykjavíkur og var hjá Ingólfi hinn fyrsta vetur, áður en hann fór að búa á Kjalarnesi; litlu síðar komu til Islands að hans dæmi og að ætla má eftir hans hvötum ættmenn hans fjöldamargir. Ingólfur er þannig eigi að eins sá maður, er fyrstur tók sér varanlegan bústað hér á landi, heldur mun hann og eiga raikinn þátt í, að landið varð svo fljótt numið og bygt. Ingólfur heflr lifað fram um 900, því það var með hans ráði aðÞórð- ur skeggi tók sér hústað í Mosfellssveit og getur það varla hafa verið fyr en um aldamótin; gamall maður hefir Ingólfur þó eigi orðið, því hér um bil 908 er talað um Kjalarnesþing, sem Þorsteinn sonur hans setti á stofn. Það sem frá Ingólfi er sagt ber alt vott um, að hann hefir verið ágætur maður, vitur og kjarkmikill, trúrækinn, vinfastur, réttsýnn og friðsamur. Þorsteinn Ingólfsson tók við goðorði eftir föður sinn; um hann er þess getið, að hann setti Kjalarnessþing, áður en alþingi var sett; í einu handriti Landnámu (Melabók) segir að hann hafi sett þing í Krossnesi og getur verið, að það sé rétt. Eins og áður er getið, tel eg líklegt að farið hafi verið að halda þing þegar á dögum Ingólfs í Reykjavík, en það hefir verið fáment og litið kveðið að því, með- an mestur hluti af landnámi Ingólfs var óbygður, en þegar Þor- steinn var tekinn við og bygðin farin að aukast, má ætla að hent- ugra hafi þótt að færa þingstaðinn. Nú stendur svo á, að í Kross- nesi við Elliðavatn eru rústir af fornum búðum og ummerki er benda til, að þar hafi einhvern tíma þingstaður verið; getur því vel verið að það sé rétt sem Melabók segir, að Þorsteinn Ingólfsson hafi sett þar þing, en síðar hefir hann flutt þingstaðinn upp á Kjalarnes (Leið- völl). Brynjólfur Jónsson hefir getið þess til, að þingið hafi verið sett á Kjalarnesi, af því að Borgfirðingar hafi viljað sækja Kjalar- nessþing; verið getur og að það hafi verið tilefni til flutningsins, að menn sem bjuggu sunnanvert við Faxaflóa hafi óskað að geta sótt þingið alla leið sjóveg. Þegar það kom til tals að mynda eitt ríki úr öllum goðorðum, landsins, þá hlaut það mál mest að taka til goðorðsmannanna, því að við þá breytingu urðu þeir að sleppa nokkru af valdi sínu; nú er það merkilegt að við setningu alþingis er að eins getið um tvo menn, er að þvi hafi unnið, en hvorugur þeirra var meðal höfðingja landsins, hvorki Úlfljótur, er lögin kvað upp, nje Grímur geitskór fóstbróðir hans, er fór um alt landið áður alþingi var sett; líklegt er að ferðalag Gríms hafi verið til þess að fá menn til að fallast á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.