Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Síða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Síða 36
36 tíma síðar, en þó fyrir siðaskiftin líklega. Hversu sá kross hafi verið, er þessi róða er af, geta menn fengið hugmynd um af eldri búningnum á Berunesskrossinum, og svo af Draflastaðakrossinum, þótt hann sé stærri. Þessir 3 hafa verið nær jafngamlir, sennilega smíðaðir á fyrri hluta 13. aldar og benda helzt á Limoges eða Vestur- Frakkland sem upprunastað sinn. Þá skal geta þeirrar róðunnar, sem er með tölmerkinu 240, — hjá Berunesskrossinum á myndablaðinu. Hún fanst í Bygðarholti á Breiðumýri í Flóa, og kom til safnsins árið 1865; er því lýst nokk- uð í Skýrslu I, bls. 110—11. Hún er steypt úr ijósleitum eirblend- ingi eða messing, en er þó mjög dökk og með dumbrauðum blett- um; því mun hún sögð í Skýrslu hafa verið máluð; en þetta stafar af því, að hún hefir verið eldborin. Eins og sést af myndinni hefir hægri framhandleggur verið sleginn fiatur og brotið af honum um miðju. Hæðin er nú mest 14,6 cm., — kórónuna vantar, — en faðmlengdin hefir verið um 14 cm. Höfuð er hátt upphafið, og fæt- ur standa all-langt út, sömuleiðis horn af mittiskýlunni, en að öðru leyti er myndin miðlungi upphleypt. Hún hefir aldrei verið smelt og er því óskild hinum. Virðist hún kunna að vera íslenzk að upp- runa og hefir verið fremur vel gerð. Ekki mun hún yngri en frá 13. öld. Vafasamt er hversu kross sá hefir verið, sem hún hefir verið á i öndverðu. Þá er síðasti krossinn, er hér skal lýst. Hann er með tölu- merkinu 4811 og kom til safnsins árið 1901 frá Sólheimum í Mýrdal; fundinn að sögn í kirkjugarðinum þar, en ekki virðist hann hafa legið mjög lengi í jörðu, því að ekki sér á honum. Hann má heita allsendis óbreyttur frá upphafi; einungis hafa verið boruð göt á enda armanna og neðst við brodd, sem er niður úr, sjá meðf. mynd, er lýsir allri gerð krossins vel. Bæði krossinn sjálfur og myndin á honum er steypt úr ljósleitum kopar. Hæð krossins er 21 cm. og broddur að auk niður úr, 3,2 cm. að lengd. Lengdin á þverálmunni er 18,2 cm.; breidd yfirleitt 3,2 cm., nema við endana, þar er hún 3,9—4,2 cm. Þykt krossins um 3,6 mm., nema eftir miðjunni í báð- um álmunum, þar er 1,5 cm. breið og 2 mm. djúp gróp inn í kross- inn. Líkneskið er mjög hátt upphleypt, um hnén er hæð þess út frá krossinum 2,2 cm. Lögunin er að mestu rómönsk; höfuðið hall- ast þó nokkru meir en venja er á rómönsku krossunum, og fætur eru kreptir um hnén meira en við á. Gætir fótstalls lítt og naglar eru engir í fótum, en fótaþrepinu er fest við krossinn með nagla. Ef til vill á að vera vottur fyrir síðusárinu á hægri siðu. Mittis- skýla er síð og víð og fest með belti. Kóróna á höfði. Andlitið er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.