Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 5
9
og Brimnesi í Svarfaðardal. Á hinum síðast-nefnda stað einum fór
fram rannsókn. Kom þá í ljós, að þar hafði verið skip úr eik, nær
7 m. langt, sett niður í gróf, sem gerð hafði verið fyrir það í jarð-
veginn, og orpin dys yfir; var stefna hennar frá útsuðri til land-
norðurs. Allur var þessi útbúningur fyllilega í samræmi við góðar
og gamlar venjur í Noregi, sömu og þær, sem eru einnig alkunnar í
brezku víkingabyggðunum.4) Sama má segja um annan sið, sem einn-
ig hefir verið mjög algengur á íslandi, að fórnað var hesti og hundi
til fylgdar hinum framliðna í gröfina. Finnast þess dæmi jafnt við
greftranir karla sem kvenna. Stöku sinnum hefir það komið glögg-
lega í ljós, að hesturinn hafi verið lagður í sjerstaka gröf, rjett hjá
gröf mannsins. Oft hefir höfuðið verið höggvið af hestinum áður en
hann var grafinn, alveg eins og merki sáust til í Ásubergsskipinu,
og það kemur fyrir stundum, að einungis hausinn einn af hestinum
eða af hundinum hefir verið tekinn með til greftrunar. Kvað merki
hins sama hafa sjezt í Noregi einnig.5) Á Islandi sem annars staðar
finnast með hrossbeinunum í gröfunum járnmjel, söðulleifar og gjarð-
arhringjur. Það hefur verið reiðhestur, hinn ómissandi förunautur,
er fylgja skyldi eiganda sínum hinu megin. Skip, hestar og hundar
í grafirnar, — þetta er þáttur af alheiðnum hugsunarhætti, er barst
með við burtflutninginn frá Noregi til allra norsku nýbyggðanna á
víkingaöldinni.
Hinn sami heiðni hugsunarháttur hefir einnig ákvarðað, hvað
lagt skyldi í gröf með framliðnum, þótt það væri allmjög takmark-
aðra á Islandi en vjer erum vanir við í Noregi. Sem glöggt dæmi
þess, ber að nefna Brimnesfundinn, er var grafinn upp af Daniel
Bruun; þar höfum vjer fullkomna og ábyggilega slcýrslu um það,
sem var í hverri dys. Af 13 dysjum voru 5 öldungis án nokkurra
forngripa; voru í þeim einungis bein úr hesti eða hundi, auk manna-
beinanna. í tveim dysjum fundust spjótsoddar, hvor í sinni, og voru
þeir einu vopnaleifarnar, sem fundust í öllum dysjareitunum. í tveim
dysjum fundust glerperlur, í einni ein stök, sporöskjulöguð, skál-
mynduð næla, í þrem voru met, í einni töflur úr tafli, annars helzt
hnífur og hringja af reiðveri. 1 skipsdysinni, sem getið var áður, var
einungis hestur, hundur og hringja. Eru þetta dysjareitir þeir, er
tilheyrt hafa hinum forna bæ að Uppsum; þar á Karl rauði eftir því,
er sagan segir, að hafa búið, og hann á að hafa verið lagður í skip,
um 970. Jafnframt má nefna grafreitinn hjá Hafur-Bjarnar-stöðum;
þar fundust 7 dysjar, og voru engir hlutir í 3 þeirra, en í 2 var einn
spjótsoddur í hvorri, og loks var ein ríkmannleg skipsdys, með hesti,
sverði, spjóti, öxi, beinkambi, hníf og brýni, og sverðið í þessari dys