Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 67
67
„ að Bergþórshvoli“, í stað hins rjetta, „að Hlíðarenda“, árið 974
(Safn I., bls. 420). Hafa þessar villur því miður ekki verið leiðrjettar
í útgáfu ritgerðar Guðbrands (í registrinu eða annars staðar í Safni,
I.), en endurteknar, og ætti hjer því ekki að geta verið um „penna-
glöp“ að ræða, eftir því, sem segir í „U. Nj.“ (bls. 366). Vítafulla
ritdóma hefi jeg þó ekki sjeð á slíkum og þvílíkum misfellum eða
„staðskekkjum“ fræðimannsins, og mættu þær þó virðast stórum víta-
verðari í vísindalegu riti frá 19. öld en umrætt misfelli í Njálu.
Það hefði mátt geta um annað misfelli í Njálu engu síður en
það, er nú var rætt um. í lok 80. kap. er sagt, að Högni Gunnars-
son sje þar með úr sögunni, en þó er hans getið þrisvar sinnum eftir
það, í 92., 93. og 109 kap. — Að svo er komizt að orði í lok 80. kap.,
kynni þó að geta bent til, að sjerstök Gunnarssaga hefði verið til
áður en Njála var rituð (sbr. „U. Nj.“, bls. 259—60) eða sett saman
af eldri sögum í hið núverandi ástand sitt, að þessari Gunnarssögu
hefði verið lokið þar um bil, sem 80. kap. endar, að söguritarinn,
Njálu, hefði ekki veitt því athygli, að sleppa úr þessum orðum um
Högna eða breyta þeim við samtenging sagnanna í eina heild.
Bókin „Um Njálu“ er mikið stærri en Njála, orðfleiri, og er í
83 greinum. í niðurlagsgrein hennar er vitnað til 52. greinar og sagt,
„að svo virðist, sem heimildir söguritarans hafi verið fyllri um suma
hluti í Skaftafellsþingi en Rangárþingi; „var með því bæði átt við
Æ og munnlegar sagnir“. — Jeg hefi farið rækilega yfir 52. grein,
en ekki getað sannfærzt af henni um, að þetta sje rjett.
Hjeraðssaga Rangæinga. — Eins og áður er að vikið, er Njála
fyrst og fremst hjeraðssaga Rangæinga.
Jeg hefi fyr bent á, hve Njála er nákvæm í lýsingum sínum og
frásögnum, snertandi staðháttu að Keldum, og að þess vegna hefði
söguritarinn mátt vera þar eða í námunda við þann bæ (sbr. Árb.
Fornlf. 1928, bls. 20). Með tilliti til þess, að sagan sje ekki rituð
fyr en um eða eftir miðja 13 öld, eða á síðari hluta hennar (sbr.
„U.N“, bls. 299—300), hef jeg einnig fyr bent á Oddaverjann Hálf-
dán Sæmundsson að Keldum (d. 1265) sem höfund hennar. Hann var
merkismaður, spakur og gætinn, og átti stórlega mikilhæfa konu
og að sama skapi vitra, Steinvöru Sighvatsdóttur, sem kjörin var í
gerðardóm, eða til sættargjörðar, og sett skör ofar en sjálfur Skál-
holtbiskup: „Það, sem þau yrðu ei á sátt, skyldi Steinvör gjöra ein“.
Dóttir þeirra, Sólveig, átti Þorvarð Þórarinsson, er var á Keldum
öðru hvoru (og bjó þar sennilega 2 ár), Odda og Amarbæli (d. 1296,
nálega 70 ára). Þorvarður hefur verið gáfumaður og haft ríkar til-
finningar. Hann var sjerstaklega kunnur á Austfjörðum, einkum
5*