Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 149
Örnefni í Þingvallahrauni.
Fyrsti kafli.
Það, sem venjulega er nefnt Þingvallahraun (1), takmarkast að
austan af Hrafnagjá(2), að norðaustan af Mjóafellshraunum (3) og
Ármannsfelli (4), að norðvestan af Almannagjá (5) og að suðvestan
af Þingvallavatni (6).
Hallstígur (7) er syðst á Hrafnagjá, skammt fyrir norðan Arn-
arfellsenda (8). Þaðan og inn í Hallvík (9) nær vatnið alveg að hall-
anum á vestari gjárbarminum, og er sá kafli nefndur Hallur (10),
og eiginlega alla leið inn að Klukkustíg (11), meðan gjábarmarnir
eru hærri en hraunið.
Frá Gjábakkastíg (12) sunnan vegarins að Vellankötlu (13)
(eða Vatnsviki, 14), er að mestu flatt hraun, sem heitir Gjáendar
(15); það er allt sundur tætt af gjám, fullum af vatni.
Frá Gjábakkastíg vestur að Tjörnum (16) hækkar hraunið norð-
ur-eftir, norður fyrir Þingvallahelli (17); er svo að mestu leyti flatt
norður-af Sigurðarseli (18) og Hellishæð (19) og vestur-að Há-
brún (20), en hallar þaðan vestur- að Mosalág (21) og Lágbrún (22).
Þetta heitir einu nafni Brún (23). Þetta var þrautastaður, að því
er sauðbeit snerti á vetrum, bæði fyrir hraunbúa og aðra; jafnvel
var fje rekið þangað til beitar austan úr Laugardal.
Upp-af Hallviki (24) er Veiðistígur (25) á Hrafnagjá. Veiðin
undir Halli frá Foma-seli (26) (sem er grashvammur stór við vatn-
ið, norðan-við Arnarfellsenda) tilheyrði Þingvöllum, og heitir pláss
það Ólafsdráttur1) (27). Það var að mestu ljeð Gjábakka-bónda, og
galt hann fyrir það veturgamla gimbur á vori hverju, og voru það
víst góð skifti fyrir hann.
Eftir Gjábakkastíg liggur alfaravegur frá Biskupstungum og
Laugardal, og hann var einnig mikið notaður af Grímsnesingum,
áður en brú var sett á Sogið. Vegurinn lá þjett við Vellankötlu, það-
1) Kenndur við Ólaf konung helga; kirkjan á Þingvöllum var helguð
honum. M. Þ.
10*