Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 153
151
nokkuð stór brunahraunsblettur með skörpum brúnum. Vestur-af
Prestastíg, sem er á h. u. b. miðri Hlíðargjá, er Hlíðarstígur (84).
Norður-af Gapahæðum, fyrir norðan áður-nefnda mosabala, eru
lítið áberandi hæðir, sem snúa h. u. b. í austur og vestur. Þær heita
Einiberjahæðir (85). Þar fyrir norðan, og vestan Prestahraun, heit-
ir Höfðaskógur (86); hallar honum lítið eitt mót suðri. Takmarkast
hann að norðan af stórum grjótbala, sem snýr austur og vestur; hann
heitir Brúnkolluhöfði (87), og eru þar takmörk þess virkilega Þing-
vallahrauns (88). Þaðan heita Mjóafells-hraun (89) alla leið að
Skjaldbreið (90), frá Söðulhólagjá (91) að Mjóu-fjöllum (-fellum),
(92).
Sunnan-á Mjóafellshrauni eru auðsjáanleg tóftarbrot og gras-
blettur. Það heitir Litla-Hrauntún (93), og hefur þar líklega bær
verið. Vestur frá Brúnkolluhöfða og vestur að Hrauntúnsbæ heita
einu nafni Skygnirnar (94), eru það hæðir, lautir og hólar, grasi og
skógi vaxið. Þar, sem hæst er, heita Háskygnirahólar (95). Góðan
kipp þar norður-frá er Mjóa-fells-varða (96) á grjóthól einum. Þar
norður-frá er skógi vaxið hraun allt að Ármannsfelli og upp-að Syðra-
Mjóa-felli (97). Austur úr Ármannsfelli gengur lág öxl með gras-
brekku sunnan-í, sem heitir Sláttubrekka (98) og er þjett við veginn
inn á Hofmannaflöt (99). Litlu fyrir sunnan Sláttubrekku eru sand-
flatir, sem ganga niður í hraunið, dálítið vaxnar skógi og eru auð-
sjáanlega myndaðar af vatnsrensli úr fjallinu. Þær heita Víðivellir
(100). Þar er fyrst getið um, að Glámur sálugi hafi sjest; var þar að
reiða hrís á einum hesti, eftir því sem Grettissaga segir.
Annar kafli.
Vestan Vellankötlu ganga tangar nokkrir út í vatnið; lengst
skaga þar fram Grunnhólar (101). Fyrir austan þá eru Nautatangar
(102). Grunnhólar eru talsvert hærri en hraunið þar í kring, sem er
að mestu lágt og flatt. Upp-undan Nautatöngum er Jórunnar-
varða; þar varð úti 1884 kona frá Skálabrekku, er Jórunn
hjet. Nokkru þar fyrir vestan gengur langur og krókóttur tangi
út í vatnið; heitir hann öfugsnáði (103), og veit jeg ekkert
hvernig á nafninu stendur. Var hann oft notaður til aðrekstrar
á vorin frá Skógarkoti. Vestan-við hann er löng og hringbogin vík,
sem oft er notuð til lendingarstaðar, þegar veiðin er bezt þar fram-
undan. Hún heitir Öfugsnáðavík. Þar úti í vatninu er hólmi, sem heit-
ir Langi-tangi (105); verpa þar bæði andir og kríur. Litlu vestar er
Vatnskot (106). Þar voru víst fyrst hús fyrir ær og lömb frá Þing-
völlum og síðar var þar það, sem kallað er þurabúðar- eða hús-fólk.