Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 96
96
Þorbjörn hefur sjeð það og sannfærzt af reynslunni, að land-
kostir voru betri, skógar meiri og sjerstaklega öruggari vetrarbeit-
in, eftir því, sem ofar kom í sveitina.
Laxakarlinn hefur varla sparað að krækja í laxinn í ánum, með-
an hann var að f jölga búpeningnum. Og svo fært sig eftir reynslunni
með fjenað sinn í óbælda haga, unz hann var kominn í öruggasta
haglendi sveitarinnar.
Ef marka mætti sögnina um það, að Þorbjörn hafi einn vetur-
inn (líkast þá hinn þriðja) orðið bjargarlaus fyrir fjenað sinn, og
því rekið hann upp til fjalla, unz hann kom í haga, þá er líklegt,
að það fýsti hann til búferla í fjórða sinni, og bæjarnafnið Hagi sje
þannig „lífrænt", eins og önnur bæjanöfn fornmanna.
Sunnan í Hagafjalli eru snarbrattar vallendis-brekkur, sem
snjór hrynur og blæs úr fremur öðrum stöðum, og hvergi í hreppn-
um kemur fyr upp hagi af sólbráð á útmánuðum en þar. Brattasta
brekkan hefur verið nefnd Líknýjar-brekka eða -brekkur (og -björg),
eftir gárunga-bullinu um skessu með því nafni, er þar strandaði og
tókst ekki fyrirætlunin, að loka veginum með Hagafjalli.
— Meðan jeg bjó í Haga, nefndi jeg alltaf brekku þessa Líknar-
brekku (og -björg), í því trausti, að Þorbjöm laxakarl hefði fundið
þar líkn fyrir fjenað sinn, og nafnið væri jafn-gamalt. (Árb. Forl.-
fjel. 1884—85, bls. 38—60).
Þó jeg riti ekki meira um rugling árnafnanna á þessu svæði,
sýnist mjer afstaða landnámanna auðskilin.
Þegar Þorbjörn var kominn í Haga, hefur hann gert sig ánægð-
an með landið fyrir ofan Þverá, Hagafjall, Ásólfsstaða-land og
Skriðufells, svo og allan Þjórsárdalinn sjálfan (síðar með allt að
18 bæjum), og svo ótakmarkað land þar ofar, sem síðar varð af-
rjettur (rjettlaus (?) fyrir einstaka menn, en sameign hreppsins).
En vinum sínum og tengdamönnum ljet hann eftir (gaf eða
seldi?) allan neðri hluta sveitarinnar og yfirgaf bújarðir sínar.
Þar af kom í hlut Þormóðs svæðið allt milli Þverár og Kálfár. Þar
eru nú þessir 9 bæir, taldir ofan frá: Fossnes, Hamarsheiði, Ásar,
Stóri-Núpur, Minni-Núpur, Þrándarholt, Þjórsárholt, Stóra-Hof og
Minna-Hof. En Ófeigur grettir hlaut landið allt milli Kálfár og Laxár,
niður til Sandlækjar og Þjórsár. Á því svæði eru þessir 18 bæir: Lax-
árdalur, Skáldabúðir, Hlíð, Hæll, Háholt, Glóra og Skarð (nærri Lax-
á), Stóru Mástungur, Minni Mástungur, Austurhlíð, Steinsholt, Eystra