Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 155
153
skógur 130). Skammt fyrir ofan Sauðasteina, vestan-við Veiðigötu,
þar sem fyrst sjezt heim að Skógarkoti, þegar gatan er farin, er
lítill hóll með smá-vörðubroti; hún heitir Hellisvarða (131). Þar
undir er hinn frægi Hallshellir (132), sem um nokkur ár dró að sjer
athygli fjölda fólks, og skal nú skýrt frá, hvernig hann fjekk frægð
sína.
Sumarið 1902 var sá, er þetta ritar, vinnumaður í Skógarkoti
hjá Hannesi bónda Guðmundssyni. Þá var þar einnig drengur, sem
heitir Kristján Schram og nú hefur í mörg ár verið starfsmaður hjá
Gasstöðinni í Reykjavík. Eitt sinn, er við komum úr veiðiför neð-
an af vatni, hvíldum við oklcur í laut þeirri, sem er norðan-við hól-
inn; fundum við þar litla holu, sem var að mestu lokuð af jarðvegi
og lyngi. Þegar við rifum þar til, komum við niður í helli, auðvitað
„fullan af myrkri“. Síðar fórum við þangað með ljós og sáum, að
hellirinn var talsvert stór, og garður hlaðinn um hann þveran; fyrir
innan garðinn er hann svo lágur, að skríða verður á fjórum fótum.
Næsta sumar, 1903, var á ferð á Þingvöllum enski rithöfundur-
inn Hall Caine. Hann hafði heyrt talað um helli þennan, skoðar hann
og þykist finna eitthvað merkilegt við hann, sem hvorki hann sjálf-
ur eða aðrir vissu hvað var.1) Svo var hellinum gefið nafn hans, og
hann kallaður Hallshellir, og verður nú frægur mjög. Þyrpist þang-
að múgur og' margmenni, sem allt verður vonsvikið á merkilegheit-
unum, sem von var, en gaf bóndanum í Skógarkoti góðan skilding,
því að allir þurftu á fylgd að halda, og kostaði hún krónu í hvert
skipti. Dýrð þessi mun hafa staðið eitt eða tvö sumur; svo fjaraði
þessi heimska út, eins og fleiri, og er Hallshellir nú fyrir löngu fall-
inn í þá fyrri gleymsku.
Rjett fyrir ofan Hrútabrekkur er brött klöpp 1 veginum, sem
heitir Pelahella (133). Vestur-af henni, austan Veiðigötu, eru smá-
liólar, sem heita Gráuklettar (134). Traðirnar í túninu liggja tii
suðvesturs; fram af þeim er stór, sljettur hellubali, sem heitir Vað-
málsbali (135); munu þar hafa verið breidd vaðmál til þerris; þar
var einnig þurkuð ull, meðan það var í tízku. Yfir Vaðmálsbala
liggur vegurinn við túngarðinn og frá honum, einnig Vatnskotsgata
(136) og Veiðigata (137).
Jón Kristjánsson, er bjó í Skógarkoti 1840—84, stækkaði þar
túnið talsvert til suðurs; sú stækkun er kölluð Gerði; þar voru kvíaær
bældar á nóttum, þegar búið var að hirða af því heyið. Þangað voru
1) Dr. Björn M. Ólsen og dr. Jón Stefánsson rannsökuðu hellinn með
Hall Caine í september 1903, og dr. B. M. Ó. skírði hann. Sjá grein eftir dr.
J. St. í ísafold, XXX., bls. 239. M. Þ.