Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 68
68
föðurleifð sinni, en þar er höfundur Njálu vel kunnugur. Hann kom
út með Járnsíðu, og hefur líklega lagt eitthvað til hennar, og haldið
er, að hann hafi fengið hálft landið að ljeni, — austan og sunnan
(Dipl. Isl., I., bls. 664). Brot af brjefi frá honum til Magnúsar kon-
ungs lagabætis eru til enn (Bisk.s., I., 705—6); sýna þau gætni og
gáfulega framsetning, svo að jafnvel er landfleygt orðið. Hann kemst
þar svo að orði m. a. um alþingishaldið þá um sumarið, 1277, er hann
skrifaði brjefið: „Þingi váru í sumar réðu þeir Rafn (Oddsson) ok
(Árni Þorláksson) biskup, höfðu skammt ok meðallagi skilvíst, at
því at sumum þótti. Lögsögumaðr (Jón Einarsson) var ógreiðr, ok
skaut flestum málum undir biskups dóm ok annarra manna, þeirra
er sýndist. Af lögréttumönnum nýttist lítit“. Mun brjefið hafa verið
ritað að Keldum (sbr. Dipl., II., bls. 138—39). — Hjer hafa verið
góðir kraftar saman komnir, ásamt hinum fyrri Oddaverjum, til mót-
unar Njálu, allt að sögulokum hennar.
Engum, sem les Njálu, til dæmis um boð Gunnars á Hlíðarenda,
víg hans þar og Njáls-brennu, mun blandast hugur um, að hjeraðs-
búar einir gátu varðveitt frásagnirnar með annari eins náævæmni.
„í Rangárþingi gerðist upp undir helmingur sögunnar, og þar
eiga aðalsöguhetjurnar heima“. Það mun rjett, en svo kemur veilan:
„Að órannsökuðu máli væri eðlilegt að hugsa sér söguna ritaða þar“
(„U. Nj.“, bls. 352). Hitt mun þó ekki síður rjett, að því meira, sem
Njála er rannsökuð, hlutdrægnislaust, því öruggara og fastara undir
fótum verður Rangárþing sem sá staður, þar sem hún hefur verið
rituð. Munu og víða finnast málsbætur í Njálu, einnig í staðfræði-
legu tilliti, þegar sú stefna verður almennt upptekin, að líta á hana
með sanngirni, í einlægni og sannleiksþrá. — Hvað sem um Njálu
má segja, vil jeg ekki láta afneita tilorðningu hennar í Rangárþingi
orðalaust, — það er gegn skoðun minni, — hvort sem þetta verk,
þetta „gamla skáldverk", sem sumir vilja nú kalla það, verður talið
Rangæingum til lasts eða sæmdar.
Að mestu leyti í ígripum í Júlí—(26.) Ágúst 1937.
Skúli Guðmundsson.