Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 73
78
En hvar hefur þá Vitazgjafi verið?
Áður en ég svara þeirri spurningu, minni ég á það, sem Brynj-
ólfur Jónsson segir og tilfært er hér á undan, að sumir „nefni til
þess hólma einn í Eyjafjarðará“. Reyndar nefnir hann ekki hólm-
ann, og getur því verið um tvo hólma að ræða: Maríugerðishólma,
beint vestur frá Þverá, og Stangarhólma, sem Rifkelsstaðir eiga,
og er því framar. Ég tel þó mjög hæpið, að fyrnefndi hólminn
komi til greina, því að hann hefði alls ekki verið á leið Glúms „upp
til Hóla“, og Þverá hefði þá orðið að renna allmikið í útvestur, til
þess að Glúmur þyrfti að fara yfir hana, þó að það sé samt ekki
útilokað.
En nú koma munnmælin til sögunnar.
í örnefnalýsingu, sem ég hef fengið yfir Espihólsland, er þess
getið, að það „sé álit eða mál manna“, að hinn forni Vitazgjafi
hafi verið í hólma þeim í Eyjafjarðará, sem Rifkelsstaðir eigi, en
það er Stangarhólmi. Hið sama var Kr. Kálund sagt, þegar hann
var þarna á ferðalagi fyrir 60 árum, sem sjá má af örnefnalýsingu
hans (Isl. Beskriv. II., 122).
Þegar Eggert Ólafsson ferðaðist um Eyjafjörð um 1755, var
honum sagt„ að hinn forni Vitazgjafi væri hólmi, sem lægi í Eyja-
fjarðará“. (Reise II. Del., bls. 681). Þetta hefur honum verið sagt
fortakslaust, og verð ég að álíta, að hér sé átt við sama hólmann —
Stangarhólma —. Gömlum og nýjum sögnum ber því saman um,
að Vitazgjafi hafi verið þar, sem nú heitir Stangarhólmi, og furða
ég mig á því, að hvorugur þeirra Br. J. eða E. Br. geta um sögn
Eggerts. Það er og eftirtektarvert, að engar eldri sagnir staðsetja
akurinn annars staðar, og er það vegna þess, að enginn vafi hefur
verið um staðinn fram á síðari hluta 18. aldar. Ég hygg því, að þetta
sé rétt og að Vitazgjafi, „sem týndur var, sé fundinn“.
Stangarhólmi er hér um bil beint í vestur frá Rifkelsstöðum,
en norðaustur frá Espihóli, og 1 suðvestur, lítið eitt, frá Munka-
Þverá. Meðfram hólmanum að vestan er gamall og sandborinn far-
vegur, og þar hefur Eyjafjarðará runnið til forna, enda fellur hún
í farveg þenna í flóðum. Allt bendir á, að þá hafi hólminn verið
áfastur austurbakka árinnar, og hefur því verið þarna nes vestur í
Eyjafjarðará, sem vitanlega hlaut að teljast til Munka-Þverár. Smám
saman hefur svo Eyjaf jarðará tekizt að brjóta sér leið gegnum nes-
ið, og einnig hefur Þverá getað unnið að því, en hún hefur runnið á
víð og dreif um eyrarnar, en í fornöld hefur hún fallið í Eyjafjarð-
ará norðan við nesið. Þess vegna varð ekki hjá því komizt, fyrir
Glúm, að fara „suður fyrir ána“, til þess að koma við í akrinum, sem