Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 194
192
Hjá veginum er Dyradalshnúkur (11) og norðan við hann eru Fol-
aldadalir (12), en vestan-við þá er Sköflungur (13) og í vestur-enda
hans er Eggin (14). Suður-frá Sköflung er Langahlíð (15), en suð-
austan-við hann eru Hátindur (16) og Jórutindur (17) ; framhald
frá þeim er Jóruklif (18) og neðan-við klifið er Jóruhóll (19) ; er
liann norðaustur-af Jórugili (20). Norðan Jóruhóls er Söðlahóll (21);
er hann í Þverdal (22), og eftir honum rennur Þverdalsá (23). Norð-
ar heitir hún Ölfusvatnsá (24). Norðvestur-af Söðlahól koma Sand-
iiólar (25), en vestur-af þeim eru Ölfusvatnslaugar (26) og enn vest-
ar Ölfusvatnshryggir (27). Hjá honum eru Köldulaugar (28) og
vestan þeirra eru Nesjalaugar (29). Kýrgil (30) rennur eftir Þver-
árdal (31). Norðan-við gilið er Kýrdalur (32). Milli Kýrdals og
Skeggjadals er Kýrdalshryggur (33) og vestur-frá honum eru Smá-
hryggir (34) ; þeir ná austur að Pv.auðuflögum (35). Vestur frá þeim
er Háhryggur (36) ; norðan við hann eru Krummar (37) og Krumma-
hlíð (38). Norðan-við Háhrygg eru Vatnsstæði (39), en austur frá
þeim eru Vegghamrar (40).
Inn í útsuður-hlíð Hengilsins gengur Engidalur (41) ; er hann á
milli Marardals og Húsmúlans (42). I Engidal er Nautastígur (43).
Þá eru Sleggjubeinsdalir (44) ; þeir liggja inn í útsuðurhorn Heng-
iisins; upp af dölunum eru Lambahryggir (45).
Sunnan-í Henglinum eru þessir dalir: Innstidalur (46), og aust-
ur-frá honum Miðdalur (47) og Fremstidalur (48). Milli dalanna eru
Þrengslin (49) og inni í þeim er Lambhóll (50). Úr þessum dölum
rennur Hengladalaá (51), en við ána er Smjörþýfi (52). Skarðsmýr-
ar (53) eru áfastar við Fremstadal, og sunnan við Skarðsmýrar er
Skarðsmýrafjall (54).
Bitra (55) er heiðarfláki suður-af Henglinum; nær hún að Á-
staðafjalli (56) ; hjá Bitru er Járnklif (57). Austan-við Bitru er Öl-
kelduháls (58) og hjá hálsinum er Litli-Brúnkollublettur (59). Vest-
an-í hálsinum er Ölkelda (60). Lakahnúkur (61) er skammt frá Öl-
kelduhálsi. Austan Ástaðafjalls er Djúpagil (62) ; eftir því rennur
Reykjadalsá (63), sem á upptök sín í Reykjadal (64). í dalnum er
Svartagil (65) og Klambragil (66). Austan Reykjadals er Dalafell
(67) og hjá því er Grensdalur (68) ; eftir honum rennur Grensdalsá
(69); upptök hennar eru í Álftatjörn (70). Hengladalsá, Reykjadalsá
og Grensdalsá falla allar saman og mynda eina á, sem heitir Varmá
(71). Norð-vestur-af Álftatjörn er Tjarnahnúkur (72) og Ilrómund-
artindur (73). Austan-við tjörnina er Kyllisfell (74), en norðan-við
það er Stapafell (75); upp frá fellinu er Tindgil (76); hefir það upp-
tök sín í Kattatjörn (77). Austan-við gilið eru Hryggir (78), og aust-