Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 85
85
því, að hann valdi þann stað, má efalaust telja, að verið hafi fagurt
útsýni og bæjarstæði, blómlegar engjar og umfram allt ágæt laug.
Jeg tel víst, að þegar Helgi flutti sig frá Bíldsá í Kristnes, hafi
hann flutt fólk og f jemuni á ferju yfir Eyjafjarðará, og sá flutning-
ur tekið, ef til vill, nokkra daga, því líklega hefur ferjan ekki verið
stór. Fyrst þurfti að bera búslóðina út og ofan á árbakkann, setja
þar upp tjald fyrir konur og börn, og svo flytja búslóðina frá ánni
heim í Kristnes o. s. frv. Það er óhugsandi, að Helgi hafi haft mik-
inn hestakost, að eins örfáar skepnur til undaneldis. Skipið lítið, en
fólkið margt og sjálfsagt mikið innbú og mikið fóður og vatn handa
skepnum í langa útivist, og svo hefur Hámundur, tengdasonur hans,
þurft að hafa eitthvað af húsdýrum eftir á Hámundarstöðum. Eyin
mikla — Mikley, sem jeg tel víst að sje sama eyjan, er fyrst nefnd
í Reykdælasögu (Bókm.fjel.. 1881, bls. 85), og er þar sagt, að Eyin
mikla hafi verið goldin aftur fyrir víg Helga úr Árskógi, en þess
er samt ekki getið, að hún hafi áður verið goldin í vígsbætur eða á
annan hátt. En þó getur það verið, að Eyfirðingar hafi áður goldið
hana í bætur fyrir Herjólf frá Mývatni, og svo fengið hana aftur
fyrir víg Helga. Finnur Jónsson segir neðanmáls, að hann viti ekki,
við hvaða ey sje átt, en jeg tel efalaust, að átt sje hjer við Mikley
í Eyjafjarðará, sem nefnd er svo í fornum skjölum. En þetta
sýnir, að þessi ey hefur ekki tilheyrt neinni sjerstakri jörð, heldur
gengið kaupum og sölum, sem ágætis engi.
í Sturlungu er sagt frá því, að árið 1255 riðu þeir Sturla, Þor-
gils skarði og Þorvarður með her manns vestur til Eyj afj arðar r
„riðu menn þá yfir Eyjafjarðará og í ey þá, er liggur í Eyjafjarðai'-
kvíslum; hún er vítt land og engi gott. — Lágu menn þar um nóttina
og sváfu undir vopnum sínum“. Enn fremur segir, að Eyjólfur ábóti
kom til þeirra morguninn eftir í Þórunnarey og var að leita um sættir
á milli þeirra og Rafns og Eyjólfs, sem lágu með liði sínu uppi í
Bíldsárskarði. En sú sáttatilraun bar engan árangur. Það er auð-
velt að gjöra sjer grein fyrir, hvaða leið þeir vestanmenn fóru. —
Þeir hafa komið í norðurendann á Mikley og verið þar um nóttina,
en um morguninn hafa þeir aftur farið úr eyjartaglinu og austur
í Þórunnarey, og þar hafa þeir mætt ábótanum og síðan farið suður
bakkann og suður á Þveráreyrar, þar sem orrustan stóð um daginn.
Það er líklegt, að í Þórunnarey hafi verið krossgötur, vestan yfir
vaðlana, austur yfir Vaðlaheiði, norður út með firðinum og suður í
hjeraðið. Hve nær Munka-Þverárklaustur hefur eignazt Mildey, verð-
ur ekki sjeð, en líklega hefur það verið snemma á klausturtímanum,
Jg í máldaga Ólafs byskups Rögnvaldssonar er talið meðal eigna.