Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 181
179
Uppi í hlíðinni ofan-við það eru nokkur örnefni, svo sem Hærri-
stallur (49), Lægri-stallur (50) og Beini-stallur (51), hver norður-
af öðrum. Einnig Stórhóll (52) og Gráu-flesjur (53). All-löngum
spöl norðar en Djúpanes er, liggur Víðines (54) við ána. Það er
víðlenda og alþakið gulvíðiskógi. I því miðju er Víðinesskriða
(55), sem fallið hefir úr fjallinu fyrir ofan. Það er bæði hátt og
bratt, en eigi klettótt, nema efst. Hlíðin er nefnd Víðineshlíð (56).
Upp úr Víðinesinu að norðan liggur Víðinesklif (57). Fnjóskáin
gengur fast upp undir klifið. Þegar noi'ður-úr klifinu kemur, taka
við Gönguskarðshólar (54). Þeir liggja á all-miklu svæði sunnan
Skarðsár (59). Skarðsá kemur innan-úr Gönguskarði (60). Það er
stórfelldur, víðáttumikill þverdalur, sem nær alla leið með drög sín
til Garðsárdals í Eyjafirði. I Gönguskarðinu eru þessi örnefni: Vest-
urgil (61), Hrannaslóð (62) og Skarðsdalur (63), sem liggur suð-
vestur-úr Gönguskarði, langt inn á fjall. Þaðan kemur Skarðsáin.
— Þröslculdur (64) heitir þar sem Gönguskarð og Garðsárdalur mæt-
ast. Það er í norðvesturátt. Norðan-við Gönguskarð er Skarðssel
(65), gamlar rústir við Skarðsána, þar sem talið er, að bær hafi
staðið endur fyrir löngu. Skarðsáin hefir nú brotið mestallar rúst-
irnar. Upp af Skarðsseli er Rauðahlein (66) í hlíðinni. Enn ofar eru
Rauðu-kambar (67), og fjallseggin, sem gnæfir hátt, er nefnd Risa-
öxl (68). Hún er norðurtakmörk Gönguskarðs. Fitjalækjarbakkar
(69) liggja neðan Rauðu-Kamba, með-fram ánni. En Rauðu-kambar
eru raunar hjalli eða stallur í fjallið, og hólarnir framan-við, eftir
endilangri fjallshlíðinni. Fitjalækur (70) er norðan-við bakkana.
Hann kemur niður úr svo-nefndri Grenjaskál (71) uppi við fjallscgg.
Þá er Nautagil (72) og í því Nautagilslækur (73). Þar næst er Rauða-
klif (74) frammi við ána. Og nú kemur skógi vaxið svæði á löngum
kafla. Skógurinn nær yfir hólaþyrpingar við hlíðarætumar. Uppi
yfir gnæfir örnefnalaust fjall, en við ána, neðan við skóginn, eru
t. d. Fögru-brekku-hvammur (75), og Fagra-brelcka (76) í skógin-
um fyrir ofan. Því næst Smiðjuselsbakkar (77) með-fram ánni, og
Smiðjufell (78) uppi í skóginum. Undir fellinu stendur Smiðjuse!
(79). Þar eru gamlar rústir. Þar hefir verið stundaður rauðablástur
í fyrri tíð. Smiðjugil (80) heitir ferlegt og djúpt gil, sem nær frá
efstu eggjum niður að hlíðarrótum, rétt norðan-við Smiðjufell. —
Smiðjugilsskriða (81) hefir myndazt við jarðhlaup úr gilinu. Við
ána, norðan-undir Smiðjugilsskriðu, er Fardisarlivammur (82). Hann
er kenndur við kerling, Fardísi, sem sagt er, að hafi búið á Far-
dísartóftum (83), þarna í hvammsbarðinu. f fjalli eru hér engin ör-
nefni. Hafrakofi (84) er norðan-við Fardísarhvamm. Þar byggði
12*