Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 42
42
jörð, sem heitir Kirkjuból, var og er enn til í Norðfirði, en engar
heimildir aðrar en máldaginn eru fyrir því, að þar hafi nokkurntíma
verið jörð, sem hét Kirkjulækur, gefi heldur líkur fyrir því, að Kirk-
lækinga sé ritvilla fyrir Kirkbælinga. Þess má líka geta, þótt það
skipti minnu máli, að i vísitatíu Skorrastaðakirkju 1645, er kirkjan
talin eiga veiði í Helluhyl »móts við Kirkbælinga®1).
Um kirkju á þessum bæ er hvergi getið í heimildunum. En
Sveinn Ólafsson segir þjóðsögu, sem gengið hefir í Norðfirði, um
kirkju, sem verið hafi á Ásmundarstöðum þar í sveitinni, og tildrög
þess, að hún var lögð niður og flutt að Skorrastöðum. Ásmundar-
staðir eru eyðibýli skammt frá Kirkjubóli. Hafa þeir legið í eyði, svo
Iengi sem sögur ná, en enn vottar þar fyrir talsverðum rústum, sem
sagðar eru vera mjög fornar, og er þar á meðal ferhyrndur reitur,
sem ætlað er, að hafi verið kirkjugarður. Sveinn Ólafsson gizkar á
það, að bærinn á Kirkjubóli hafi í fyrstu staðið þar, sem Ásmundar-
staðir eru nú, en verið fluttur fyrir löngu á hið núverandi bæjar-
stæði2). Þessi tilgáta virðist vera sennileg, og sé hún rétt, þá eru
munnmæli þessi því til styrktar, að kirkja hafi verið á bænum.
24. Kirkjuból í Vöðlavík. Vöðlavík er allstór vík, sem gengur
inn fyrir norðan Reyðarfjörð, milli Gerpis að norðan, en Krossaness að
sunnan. í víkinni eru nokkrir bæir, og heitir einn þeirra Kirkjuból.
Finnst þess fyrst getið í tveimur ágripum af máldaga Skorrastaða-
kirkju frá dögum Stefáns biskups (1491—1518)3). Segir þar, að síra
Halli Magnússon hafi gefið kirkjunni hálfa jörðina Kirkjuból »í Reyð-
arfirði«, en lukt hana hálfa í portio. Þessi síra Halli mun ekki koma
við bréf endranær, og er því óvíst, hvenær hann hefir verið uppi eða
kirkjan eignast jörðina, en af máldögunum er helzt að ráða, að kirkj-
an hafi eignazt jörðina þá fyrir skömmu, og eftir lok 14. aldar hefir
hún eignazt hana, því þegar Vilkinsmáldagi var gerður, hafði kirkjan
•enn ekki eignazt hana4). Líklegast virðist, að jörðin hafi verið búin
að fá nafnið Kirkjuból, áður en hún varð eign Skorrastaðakirkju. Ef
svo er, hefir jörðin tekið nafn af því, að kirkja hefir verið þar. Um
þá kirkju finnst nú getið aðeins í munnmælum frá 19. öld. Sira
Hallgrímur Jónsson getur þess í lýsingu Hólmasóknar, 1843, að kirkja
eða bænhús hafi verið i fyrndinni á Kirkjubóli í Vöðlavík, og eigi
Kolfreyjustaðaprestur að hafa rifið það og ætlað að flytja heim til
sín, en farizt á leiðinni með allan farminn. Síra Sigurður Gunnarsson
getur þess, að kirkja muni hafa verið á Kirkjubóli, og að þar sé tótt
í túninu, sem kölluð sé Bænhústótt8).
1) Vísit.b. Brynj. Sveinss. í Þjóðskj.s. 2) Árb. fornl.fél. 1930—1931,bls.101—104.
3) Dipl. isl. VII. nr. 46—47. 4) Dipl. is). IV. bls. 225-226. 5) Safn til sögu ísl. II. bls. 469.