Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 84
84
og Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. En það er hægt að færa
óyggjandi rök fyrir því, að þessi skoðun er ekki rjett, heldur er hjer
um tvær eyjar að ræða.
Jeg vil fyrst minnast með nokkrum orðum á staðhætti þar sem
nefndar eyjar eru, og þær aðalbreytingar, sem orðið hafa þar síðan
á landnámstímum.
Nú á tímum rennur Eyjafjarðará í þremur aðal-kvíslum til sjáv-
ar. Austasta kvíslin er austan-við Staðareyna, en vestasta kvíslin
vestan-við Stóra-Eyrarlands- og Kjarna-hólma, sem er einn hólmi og
tilheyrir þeim jörðum báðum, og þar af leiðandi Hrafnagilshreppi,
en Staðareyin Öngulstaðahreppi. Miðkvíslin rennur svo á milli þess-
ara hólma.
Á þessum kvíslum hefir lítil breyting orðið síðan í fornöld, nema
sú vestasta hefur líklega verið í fleiri kvíslum. Það er alkunnugt, að
Eyjafjarðará ber mjög mikið árlega af leir og sandi til sjávar og að
marbakkinn færist alltaf lengra og lengra norður, og það svo, að
hafnarvirki í suðurhluta Akureyrar eru í nokkurri hættu. Það eru
líkindi til, að marbakkinn hafi ekki verið á landnámstímum norðar
en þar sem hús Ræktunarfjelags Norðurlands er nú, og vaðlarnir því
þar nokkru sunnar og þar austur nyrzt í Staðareyna. Að sjór hafi náð
þetta suður, má sjá m. a. á því, að naustatóftirnar, sem bærinn Naust
dregur nafn af, voru rjett norðan-við Gróðrarstöð Norðurlands, og
sáust þær tóftir allt fram að síðustu aldamótum eða þangað til veg-
urinn var lagður fram frá Akureyri. Mjer þykir líkindi til, að Stóra-
Eyrarlands-hólminn og fleiri hólmar hafi til forna verið lítið eða ekki
grónar leirur, allt vestur að brekkum. Og hefur því Staðareyin verið
eini hólminn, sem hægt var að segja um, að væri engi gott.
Austan-við brekkurnar gekk mjór áll frá sjó og allt fram
að Festarkletti (líkl. sama og Galtarhamar í Landn.), rjett norðan-við
Kaupang. Áll þessi hefir verið skipgengur með sjávarflóði, en er nú
horfinn sunnan-til, hefur fyllzt upp af framburði úr lækjum og úr
Ytri-Þveránni, sem oft rennur þar út-eftir og ber með sjer mikið
af leir og sandi. Líklega hefir þessi áll náð frá Festarkletti og suður
og fram í Eyjafjarðará, því þetta mun vera fom farvegur fyrir kvísl
úr ánni, líklega fyrir landnámstíð. Það er þessi hólmi, á milli austur-
kvíslar Eyjafjarðarár og fyrnefnds áls, sem er hin rjetta Þórunnar-
<ey. Og mun jeg færa nánar sönnur að því síðar í þessari grein, og
geta bæði um Mikley — Staðareyna og Þórunnarey.
Eins og kunnugt er af Landnámu, bjó Helgi hinn magri fyrsta
vetur sinn hjer á landi á Hámundarstöðum og annan vetur að Bíldsá,
en um vorið færði hann byggð sína í Kristnes. Það, sem hefur valdið