Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 75
75
forsetningin á notuð um hærra land, hvort sem þar liggur akur eða
önnur mannvirki, sbr. daglegt mál fyrrum, að ganga „á beitarhús“,
fara upp „á Völlu“, (fornt mál), ganga „á jökul“, o. s. frv. Þó að
undantekningar finnist frá þessu, er þetta aðalreglan.
Þetta sýnir m. a., að sagan um Glúm er skráð á Þverá, af kunn-
ugum heimamanni, (munki eða ábóta) ? Og þarna er notað daglegt
mál Þveræinga.
Þó að ég álíti, að veigamikil rök séu nú færð fyrir því, að
Vitazgjafi hafi verið í Stangarhólma, má enn nokkru við bæta, sem
óþarft er undan að fella.
Það er svo að sjá, sem fleiri hólmar en þessi í Eyjafjarðará hafi
á fyrri öldum fengið Vitazgjafa-nafnið. f Einiholtskirkju-máldaga,
sem getur verið frá árinu 1937, eru kirkjunni talin ítök, m. a. salt-
fjara í.....„Vitazgjafahólmi“. (í F. IV., 234). Þannig er þetta ör-
nefni ritað í Gísla-máladagbók, en í ýmsum öðrum afskriftum
Vilchins-bókar er það ritað Unaðsgjafahólmi. Skal hér ekki á það
lagður dómur, hvort réttara er, en nafnið gæti verið réttara hjá
Gísla biskupi.
Þá skal ég lýsa Stangarhólma nokkru nánar en gert hefur verið.
Eyjafjarðará rennur nú að mestu austan við hólmann, en vestan
við hann er forn farvegur árinnar, og fellur áin eftir honum í flóðum,
og telja kunnugir menn, að áin hafi runnið þar fyrrum. „Hólmi þessi
hefur alltaf tilheyrt austurbyggðinni“, skrifar Hannes bóndi Kristjáns-
son í Víðigerði í fyrnefndri Espihólslýsingu. Enda hefur hann verið
talinn með Rifkelsstöðum lengra aftur í tímann en elztu menn muna,
eða hafa sagnir af. f örnefnalýsingu Rifkelsstaða, en hana reit ég
eftir frásögn bóndans þar, er hólminn talinn 4—5 dagsláttur að
stærð. „Hann var áður allur vaxinn melgrasi, en nú vex melurinn
aðeins í honum sunnan til“. Þeir Eggert Ólafsson og Kálund geta
báðir um melgresið í hólmanum. E. Ó. kallar það eins konar villi-
rúg. Stefán Stefánsson skólameistari fann bláhveiti (Agropyrum
vioalaceum) „í Vitazgjafa í Eyjafirði“ (Flóra ísl., Kh. 1901, bls. 47),
en staðinn ákveður hann ekki nánar, og hlýtur hann þó að hafa far-
ið eftir munnmælunum og fundið þessa tegund í Stangarhólma.1)
Að vísu var það bygg, sem fornmenn ræktuðu á ökrum sínum,
en vilji einhver halda því fram, að bygg-gróður ætti að finnast í
hólmanum, verður sá hinn sami, að benda á einhvern blett hér á
1) Líklega hefur Stefán fundið þessa tegund fáum árum eftir að Kálund
gaf ót örnefnalýsing sína (1882), og þá voru munnmælin algeng.