Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 31
31
núpi, sem byggð var upp úr stekk þaðan um 16501)- Láganúps er
fyrst getið 1419, og var hann þá eign Bæjarkirkju á Rauðasandi2), en
nýlega hefir hann þá verið orðinn það, því ekki er hann talinn meðal
eigna kirkjunnar í Vilkinsmáldaga hennar3).
Kollsvík er nefnd í Landnámu. Bjó þar fyrstur Kollur, fóstbróðir
Örlygs Hrappssonar á Esjubergi4). Jörðin finnst svo nefnd með nafn-
inu Kollsvík nokkrum sinnum á 15. og fyrri hluta 16. aldar5), og má
af öllum þessum bréfum sjá, að jörðin var bændaeign á þessu tíma-
bili. En jafnframt er á nokkrum stöðum getið um Kirkjuból í Kolls-
vík. í skiftabréfi eftir Ólöfu Loftsdóttur, 1480, er Kirkjuból í Kollsvík
talið meðal eigna hennar6). Frá árunum 1564 og 1567 eru til 2 kaup-
bréf um hluta af jörðinni Kirkjubóli í Kollsvík í Sandshreppi7), og
1570 seldi Eggert Hannesson Eyjólfi Magnússyni 16c í Kirkjubóli í
Kollsvík8). Jörð sú, sem ræðir um i þessum bréfum, er vafalaust
sama jörðin og endranær er nefnd Kollsvík. Hún hefir ávalt verið
bændaeign, og nafnið Kirkjuból hlýtur þessvegna að vera dregið af
því, að þar hefir verið kirkja, Sést það og af bréfi einu frá 1509, að
kirkja hefir verið í Kollsvik í kaþólskum sið. Þar er skýrt frá leigu-
mála á jörðinni, og átti leiguliði meðal annars að »svara prestsskyld«
af henni9). Prestskyldin hefir vafalaust verið söngkaup, sem greiða
hefir átt presti af hálfkirkju eða bænhúsi, sem á jörðinni hefir verið.
Þetta styrkist og af því, að Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída-
líns segir um Kollsvík: »Hér hefir fyrir reformationem verið hálf-
kirkja«, og ennfremur af því, að mannabein hafa fundizt í jörðu í
Kollsvík, þannig að augljóst er, að þar hefir verið grafreitur í kristni10).
Sýnir það, að gröftur hefir verið leyfður við hálfkirkjuna í Kollsvík.
Kirkjubólsnafnið, sem þannig var notað af og til á 15. og 16.
öld, festist þó ekki við jörðina11) heldur var hún á síðari öldum jafn-
an nefnd Kollsvík. En nú fyrir skemmstu hefir nafnið Kirkjuból verið
tekið upp aftur, og er jörðin nefnd svo í Fasteignamatsbókinni 1932.
9. Kirkjuból í Kolmúladal. Kolmúladalur, sem nú ávalt er
nefndur Fífustaðadalur, er næst yztur hinna byggðu dala sunnan
Arnarfjarðar. í dalnum eru nokkur býli, in. a. Kirkjuból, sem enn er
byggt með því nafni. Jarðarinnar er fyrst getið í máldaga Selárdals-
1) Jaröabók Á. M. og P. V. Barðastrandasýsla. 2) Dipl. isl. V. nr. 5. 3) Dipl.
isl. IV. bls. 149—150. 4) Landnáma c. 66 og 180. 5) Dipl. isl. IV. bls. 690 (1446)
V. bls. 217 (1460) VI. nr. 140 sbr. XI. bls. 19 (1478), VIII. nr. 225 (1509) og IX.
nr. 244 (1525). 6) Dipl. isl. VI. nr. 240. 7) Jarðab. skjöl Barðastr.sýslu í Þjóðskj.s.
8) AM. Apogr. 1135, Safn til sögu ísl. I. bis. 126. 9) Dipl. isl. VIII. nr. 225. 10)
Árb. fornl.fél. 1924, bls. 45, sbr. Annálar 1400-1800 III. bls. 544-545. 11) í
tveimur kaupbréfum frá 1580 er jörðin þannig nefnd Kollsvík, Jarðab.skjö).
Barðastr.sýslu í Þjóðskj.s.