Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 20
20
25. Kirkjuból í Fáskrúðsfirði í Suður-Múlasýslu.
26. Kirkjuból í Stöðvarfirði i Suður-Múlasýslu.
Skrá þessi sýnir, að bæjarnafni þessu er mjög misskipt á héruð
landsins. í Skaftafellssýslum finnst aðeins eitt býli með þessu nafni,
í Rangárvalla- og Árnessýslum er ekkert Kirkjuból, Á Vesturlandi
eru þau fá sunnan til, eitt í Gullbringusýslu, eitt í Borgarfjarðarsýslu
og tvö í Mýrasýslu, en ekkert í Kjósar-, Hnappadals-, Snæfellsness- og
Dalasýslum. Hinsvegar eru þau tiltölulega mörg á Vestfjarðakjálkan-
um, fimm í Barðastrandarsýslu, tíu í ísafjarðarsýslu og tvö í Stranda-
sýslu. Bæirnir með þessu nafni eru nokkuð þéttir sumstaðar á þessu
svæði, tveir í Múlahreppi, þrír í Arnarfirði, fjórir í Önundarfirði og
tveir í Steingrímsfirði. Alls eru 17 af 26 Kirkjubólum í Vestfjarða-
sýslunum þremur, eða um 65°/0 þeirra. Á öllu Norður- og Norð-
austurlandi, í Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og
Norður-Múlasýslum, er ekkert Kirkjuból, en hinsvegar eru fjórir bæir
með því nafni í Suður-Múlasýslu eða um 15°/0 þeirra.
Auk þess, sem orðið kirkjuból þannig hefir verið eiginnafn á 26
býlum hér á landi, kemur það fyrir sem samnafn í tveimur
ákvæðum í Kristinrétti Grágásar. Fyrra ákvæðið finnst aðeins í fjór-
um af handritunum, Konungsbók, Staðarhólsbók, Skálholtsbók og
Arnarbælisbók1), og er það á þessa leið: »Ef maðR byr a kirkio boli.
þa scal hann þar hallda husum oc gorduin sva at land spilliz eigi.
En ef land spilliz i abuð hans. þa scal þat bota kirkio. slíko sem
bvar virða við bók. Ef maðr botir kirkio Iand, þa scal hann guðs
þavck fyrir þat hafa. en eigi ma hann fe bötr fyrir þat heimta«. Er
ákvæði þetta tekið hér eftir Staðarhólsbók, en i hinum handritunum
skipta aðeins þau afvik frá texta Sthb. hér máli, að Skálholtsbók
hefir »kirkiu Iandi« i stað »kirkio boli« og Arnarbælisbók hefir «kirkio
bæ« í staðinn fyrir »kirkio land« í niðurlagi ákvæðisins. — Hitt dæm-
ið er úr Staðarfellsbók og A. M. 173 C. 4to 2), og er aðeins óveruleg-
ur orðamunur á milli þeirra. Er það á þessa leið í Staðarfellsbók:
»Ef fleire menn bua áá kirkiv bolino eN einn. þa skal at þeim lut
hverR ala prest sem þeir hafa af lande mikit. huart sem þeir ero
landeigendr eda Ieiglendingar«. Þetta sama ákvæði er í mörgum
hinna handritanna en þau hafa öll »kirkjubæ« í stað »kirkjubóls«3).
í síðarnefnda ákvæðinu merkir »kirkjuból« vafalaust jörð, sem
kirkja er á, kirkjustað. Bæði er þetta augljóst af samhenginu, — þar
er verið að tala um skyldu bóndans á kirkjustaðnum til að fæða
1) Grg. II. 59-60, sbr. I. b. 217, III. 43, 161. 2) Grg. III. 66-67, 286. 3) Grg.
I. a. 16, II. 18, III. 17, 110-111, 205, 244, 316.