Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 76
76
landi, þar sem byggræktun á söguöld átti sér stað, og sem enn geym-
ir leifar þeirrar korntegundar.
Ég hygg, að það verið erfitt, og það er engin ástæða til að ætla,
að byggið lifði þarna í þúsund ár frekar en annars staðar á land-
inu. Melurinn er ekki kröfufrekur til jarðvegs, eins og vitað er,
og hann sigrast í samkeppninni á mörgum eða flestum frændum
sínum í sandjarðvegi, svo að þeirra sér ekki stað, eftir nokkum
tíma, þó að margt annað hjálpi til þeirrar eyðingar. Við vitum ekki
nema bygg hafi vaxið víða í fornöld, þar sem melgresið hefur hald-
ið velli í baráttunni til þessa dags. Og ég ætla, að melurinn og villi-
hveitið í Stangarhólma vitni frekar um byggið forna en hið gagn-
stæða, — á þeim stað. En um þetta atriði hef ég fjölyrt, vegna þeirr-
ar skoðunar, sem bólað hefur á, að nú vex melur í hólmanum, en
ekki bygg! (sbr. Árb. Fornlfjel. 1906, 16—17), og þess vegna hafi
Vitazgjafi ekki getað þar verið.
Eins og áður er sagt, er Stangarhólmi Rifkelsstaða eign. I
fljótu bragði mætti það virðast óeðlilegt, að Þverá skyldi sleppa
eignarhaldi á hólmanum, ef akurinn hefði legið þar. En þegar þetta
er gaumgæft nánar, verður einnig það atriði til að styrkja framan-
greinda skoðun. Fyrst og fremst er það alls eigi fágætt, að lands-
hlutar séu seldir frá jörðum og þeir lagðir til annara jarða. Það
hefur átt sér stað á öllum tímum, frá því að búnaður hófst, og þekk-
ist enn í dag. Þannig gat hólminn, komizt undir Rifkelsstaði. En
annar möguleiki er hugsanlegur. Er það tilviljun ein, að hof Freys
stóð einmitt á þeirri jörð, þar sem nafnið Vitazgjafi þekktist í land-
areign? Þverá og Hripkelsstaðir voru ein jörð upphaflega. Freyr og
búnaðar- og uppskeru-goð. Og Þverár-bændur, t. d. Þorkell hávi, hafði
mikla helgi á Frey. Áður en Glúmur hóf búskap að Þverá, var akur-
inn talinn mest „gæði, er fylgdu Þverárlandi“. Sumir blótmenn gáfu
stundum beztu kjörgripi sína þeim guði, er þeir tignuðu, eða kenndu
ýmsa staði við blótguði sína. Dæmi þessa eru mörg í fornsögun-
um, en engin ástæða er að ætla forfeðrum okkar þá einstöku hirðu-
semi, að hafa skrásett allar slíkar frásagnir. Vafalaust hefur margt
glatazt þess efnis. Mér finnst það því alls ekki of djörf tilgáta,
að Vitazgjafi hafi verið helgaður Frey, þó að þess sé ekki getið í
sögunni. Og þó að fræðimenn (Jón Þorkelsson líklega fyrstur) þýði
fyrri hluta orðsins — samkvæmt skýringu sögunnar sjálfrar —r
hinn vissi, sá sem bregzt ekki, sbr. „því at hann varð aldri úfrær“,
þá getur vitaz verið eignarfall af vitaðr, og það kann að hafa verið eitt
af kenningar-heitum Freys. Fégjafi er Freyr nefndur á einum stað,
og hin mikla útbreiðsla Freys-dýrkunar á Norðurlöndum (sbr. Goðafr.